Fara í efni

Morgunteygjur í rúminu

Morgunteygjur í rúminu

Er erfitt að fara á fætur á morgnana?
Þú getur gert þessar teygjur í rúminu á meðan þú hellir upp á morgunkaffið

 

 

 

 

Að teygja á morgnana getur verið afslappandi leið til að vakna orkumikil. Auk þess geta teygjur og jógastellingar hjálpað til við að létta vöðvastífleika, auka hreyfingargetu, draga úr sársauka og bæta líkamsstöðu.

Hér er morgunteygjurútína sem gerir þér gott, auk þess sem þú getur gert hana án þess að fara fram úr rúminu!

1. Hné við bringu

person completing knee to chest pose
Gif by Dima Bazak.
 

Engin þörf á að fara fram úr rúminu til að teygja. Þessi er fullkomin fyrir mjaðmir, mjóbak og hrygg.

Liggðu á bakinu með beygð hné og handleggi meðfram mjöðmum.
Lyftu hnénu rólega og færðu það eins nálægt brjóstkassanum og hægt er.
Gríptu um hnén með báðum höndum. Ef þú vilt dýpri teygju skaltu reyna að setja ennið á hnén.
Dragðu 5 sinnum djúpt andann og taktu svo annan hring.

2. Snúningur á hrygg

person completing spinal twist
Gif by Dima Bazak.


Frábært fyrir allan hrygginn og sérstaklega þú ert stíf í mjóbaki

Liggðu á bakinu með beygð hnén. Teygðu út handleggina svo þeir myndi „T“.
Taktu hnén saman og lyftu þeim upp til himins. Lækkaðu síðan hnén rólega yfir vinstri hlið
líkamans þar til þau hvíla á rúminu.
Haltu öxlunum niðri í rúminu þegar þú snýrð höfðinu til hægri.
Haltu teygjunni og andaðu djúpt 5 sinnum.
Farðu hægt aftur í byrjunarstöðu og endurtaktu á gagnstæða hlið.

3. Barnastaða

person completing childs pose
Gif by Dima Bazak.
 

Að fara í barnastöðu er frábær leið til að byrja daginn með mjúkri teygju á baki,
mjöðmum, mjaðmagrind, rass, hrygg, öxlum og handleggjum.

Krjúptu á rúminu með tær og hné við mjaðmabreidd og lófar hvíla á gólfi.
Lækkaðu bolinn hægt á milli hnjánna.
Teygðu handleggina út meðfram eyrum, lófar snúa niður. Slakaðu á öxlum niður í gólf.
Þú getur gert þetta erfiðara með því að læsa handleggjunum og teygja þá lengra fram. 
Dragðu 5 sinnum djúpt andann.

4. Kóbra teygja

person in cobra pose
Gif by Dima Bazak.

Þessi jógastelling mun einblína á mjóbakið, handleggina, rass og búk.

Liggðu á maganum með hendur þrýstar á gólfið undir öxlum.
Settu olnbogana niður með hliðum. Lyftu höfði og bringu varlega á meðan þú límir
mjaðmirnar og mjaðmagrindina við rúmið.
Ef þér líður vel getur þú farið aðeins dýpra með því að lyfta maganum upp af rúminu. Haltu hálsi og öxlum afslöppuðum.
Dragðu 5 sinnum djúpt andann, þetta má endurtaka að vild

5. Hamingjusama barnið

happy baby pose
Share on PinterestGif by Dima Bazak
 

Þessi jógastelling mun losa um spennu í læri, mjöðmum, nára og bakinu.

Liggðu á bakinu. færðu bæði hnén að brjósti.
Gríptu í báða fætur utan frá. Með hnén beygð skaltu draga fæturna í átt að handarkrika þannig að hnén séu utarlega.
Þrýstu öxlum og hálsi ofan í rúmið. Reyndu að hafa hrygginn eins flatan og mögulegt er.
Dragðu 5 sinnum djúpt andann og ruggaðu aðeins frá hlið til hlið.

Heimild : greatist.com