Fara í efni

Gefst þú upp á nýja æfingaprógramminu áður en það byrjar?

Áhrif væntinga á frammistöðu og líðan. Hversu oft hefur maður byrjað á hinu fullkomna æfingaprógrammi en endar á því að upplifa að maður gefist upp því maður nær ekki að halda dampi út allt tímabilið?
Gefst þú upp á nýja æfingaprógramminu áður en það byrjar?

Áhrif væntinga á frammistöðu og líðan. Hversu oft hefur maður byrjað á hinu fullkomna æfingaprógrammi en endar á því að upplifa að maður gefist upp því maður nær ekki að halda dampi út allt tímabilið? Getur verið að maður sé að byrja of hratt og væntingarnar um að þetta verði prógrammið eða tíminn sem maður neglir þetta og snýr dæminu við séu einfaldlega komnar langt fram úr þeim aðstæðum sem maður er í?

Ef væntingarnar eru ekki í takt við okkur sjálf, umhverfið okkar eða verkefnið getur það dregið úr okkur og hindrað framförum.

Stillum væntingar því eftir aðstæðunum sem við erum í, þ.e. tímanum sem við höfum, líkamlegri getu, orkunni, áhuga, stuðningi ofl. Þetta krefst þess að maður líti vel inn á við og skoði alla þætti sem hafa áhrif á daglegt líf áður en maður velur sér verkefni við hæfi.

Byrjum þar sem við eru stödd núna og forðumst að bera okkur saman við hvar við vorum áður eða hvar við “ættum” að vera. Ef þetta gengur vel getum við hugsað að því að stefna hærra.

Þegar við stefnum hærra, þ.e. veljum meira krefjandi verkefni, t.d. fleiri æfingar í viku, erfiðari æfingar og hækkum þar með væntingarnar getum við líka þurft að gera stærri breytingar. Sækja aukinn stuðning eða forgangsraða í lífinu til að ná næsta skrefi. Þetta getur verið misauðvelt fyrir okkur en þarna eru tækifæri til vaxtar (e. growth) sem hjálpa okkur að halda áfram að sækjast eftir því sem við viljum.

Sjá einnig : 10 mínútna HIIT æfing í boði VIVUS þjálfun

Það eru tengsl þarna milli hugans og líkamlegrar líðan og það veitir okkur vellíðan að standast væntingar okkar sjálfra. Að gera sér grein fyrir væntingum sínum og stilla þær eftir aðstæðum getur því verið gríðarlega mikilvægur þáttur í því að halda áfram hreyfingu og klára það sem við tókum okkur fyrir hendur. Hjá þeim sem glíma við verki, orkuleysi og erfiðleika með hreyfingu getur þetta einnig verið lykilþáttur í að ná árangri og auka afkastagetu.

VIVUS þjálfun

Valgerður Tryggvadóttir

  VIVUS Þjálfun 

  vivusmommur 

  vivusthjalfun