Fara í efni

Að taka sér tíma fyrir breytingar.

Ég á mér endalaust ný markmið. Sum eru agnar smá. Önnur eru næstum skýjaborgir. En aldrei aldrei gefast upp :)
Breytingar taka tíma og það er alltí lagi .
Breytingar taka tíma og það er alltí lagi .

Góðan daginn.

Jæja heima er best.

Algjörlega slök eftir þessa snilda viku í sveitinni :)
Vika í sveit er algjörlega málið og ætli ég haldi bara ekki áfram næsta sumar að skoða fleiri þorp og bæi á Íslandi.
Finna bústað og njóta.

En núna er að koma sér í gírinn.
Hysja upp gallann og taka á því .
Ætla í góðan púltíma meðan hlauparar landsins hlaupa hana Reykjavík.
Og óska ég öllu þessum fjölda til hamingu með hlaupin sín og alla þá frábæri einstaklinga sem eru að styrkja hitt og þetta með góðum hug :)
Ótrúlega mikið til af duglegu fólki.

Og kannski maður skelli sér í svona hlaup á næsta ári.
Aldrei að vita.
Að breyta alltof þungri konu yfir í hlaupadrotningu tekur sko tíma.
En ætla að hlaupa 5 kílómetra um næstu helgi í Heilsuborgarahlaupinu.

Allar breytingar til góðs taka tíma.
Og gott er að byrja á því að setja sér oggggulítil markmið.
Einn lítill göngutúr getur verið álíka afrek fyrir einhvern eins og heilt maraþon.
Það er bara alltí lagi :)
Og lengja svo gönguna og einn daginn hver veit ertu farin að hlaupa.
Í alvöru þetta gerist :)
Gleymi aldrei þeim degi þegar að ég var ein á hlaupabretti.
Engin var nálægt.
Og ég ýtti á takann sem hafði aldrei farið hærra en 6 í hraða .
Að geta hlaupið er rosalega mikið frelsi.
Einhvernveginn tekur mann aftur til þess tíma þegar að maður var barn og hljóp út um allt.
Í dag hleyp ég á milli 9-11. 

Breytingar mega alveg taka tíma.
Því þetta er ekki spurning um kapphlaup við vigtina.
Heldur að njóta þess að fara í ferðalag.
Og að hrósa sér fyrir öll litlu "kraftarverkin"

Mataræðið tekur alveg hellings tíma að pæla í.
En um að gera að njóta og koma sjálfum sér sífellt á óvart með mataræðið.
Ekki stoppa bara við í kálkassanum.
Heldur finna út hvað gerir manni gott og jafnvel hjálpar við að lækna eða gera okkur hressari.
Hver mundi ekki fíla það ?

Ég á mér endalaust ný markmið.
Sum eru agnar smá.
Önnur eru næstum skýjaborgir.
En aldrei aldrei gefast upp.

Jæja ég ætla koma mér í gallann.
Það er sko tími í lagi framundan.

Njótið Menningarnætur og skemmtið ykkur vel í dag.