Fara í efni

Athyglisverðar staðreynir um heilsu, mannslíkamann og næringu

Fróðleikur um mannslíkamann
Mannslíkaminn
Mannslíkaminn
 • Vegna mikillar tíðni offitu undanfarna áratugi mun sú kynslóð barna sem er að vaxa úr grasi núna lifa styttra en foreldrar þeirra.
   
 • Stress er talið valda allt uppí 90% allra sjúkdóma.
   
 • Að meðaltali þá lifa rétthentir um 9 árum lengur en örvhentir.
   
 • Mannshjartað vegur um 300 gr. (konur: 250-300 gr. og karlar: 300-350 gr.).
   
 • Af 206 beinum í líkamanum þá eru 106 af þeim í höndum og fótum.
   
 • Þegar við hnerrum stoppar mestöll líkamsstarfssemi, meðal annars hjartað.
   
 • Stærsti vefur líkamans eru vöðvarnir, sem eru um 45% af þyngd karlmanna og 36% kvenmanna.
   
 • Lyktsterkur matur veldur því að maður verður frekar saddur.
   
 • Hver einasti vöðvaþráður er þynnri en mannshár og getur haldið allt að 1000-faldri þyngd sinni.
   
 • Það eru að minnsta kosti sex alþjóðleg svipbrigði. Þau eru: gleði, leiði, ótti, reiði, undrun og ógeð.
   
 • Vélindað í manni er að meðaltali um 25 sentimetrar.
   
 • Nýrun filtera um 1500 L. af blóði á dag.
   
 • Lifrin hefur yfir 500 hlutverkum að gegna í mannslíkamanum.
   
 • Á hverju ári slær mannshjartað að meðaltali um 35 milljón sinnum.
   
 • 80% af mannsheilanum er vatn.
   
 • Ef það væru ekki lokur í blóðrás okkar þá mundi allt blóð í líkamnum falla niður í fætur þegar við stæðum upp.
   
 • Að meðaltali þá falla um 22 kg. af skinnfrumum af okkur á ævinni.
   
 • Meltingarvegur mannsins er um 9 metrar.
   
 • Þó það taki okkur bara nokkrar mínútur að neyta máltíðar þá tekur það líkamann um 24-72 klukkustundir að melta máltíða, þar til hún skilar sér sem úrgangur í klósettið.
   
 • Magasýran getur leyst upp járn m.a. rakvélablöð.
   
 • Höfuðið er um ¼ af líkamslengd við fæðingu en á fullorðinsárum er það ⅛ af lengdinni.
   
 • Við 60 ára aldur munu 60% karla og 40% kvenna hrjóta.
   
 • Konur lifa að meðaltali um 7 árum lengur en karlar.
   
 • Konur hafa fleiri svitakirtla en karlar en svitakirtlar karla eru virkari en kvenna.
   
 • Ef að þú berð hausnum í vegg í klukkustund ertu búinn að brenna 150 hitaeiningum.
   
 • Hraðasti hnerri sem mælst hefur, náði 165 km/klst.
   
 • Það er meiri sýkingarhætta af því að takast í hendur en að kyssast.
   
 • Svefn er mikilvægari en næring ef við miðum við lífslíkur. Það er hægt að lifa lengur án næringar en hægt er að lifa án svefns.
   
 • Spil og lestur er góður fyrir heilastarfssemina og getur komið í veg fyrir minnistap.
   
 • Lengsti tími sem mælst hefur án þess að blikka augum er 30 klst. og 12 mínútur.
   
 • Jarðarber, hindber og brómber eru raunverulega ekki ber. Hinsvegar ættu bananar, tómatar, grasker, vatnsmelóna og avokadó að teljast til berja.
   
 • Chiafræ eru mjög vatnssækin og geta aukið þyngd sína 10-falt með því að leggja þau í bleyti.
   
 • Árið 2011 voru seld um 29.9 milljón kg. af sýklalyfjum til kjöt- og alifuglaframleiðanda í Bandaríkum. Það er fjórum sinnum meira en selt var af sýklalyfjum til mannfólks í Bandaríkjunum.
   
 • Að meðaltalli eru glútenfríar vörur 24% dýrari en sambærilegar vörur (USA).
   
 • Elsta uppskrift af matvöru í heiminum er af bjór.
   
 • Helmingar jarðarbúa mun neyta hrísgjórna í einhverri máltíð hvern einasta dag ársins.
   
 • Það tekur að meðaltali  um 6400 km fyrir banana að fara frá bananatrénu  í munn neytanda.
   
 • Kaffilykt er þekktasta lykt í heimi.
Heimild: nlfi.is