Fara í efni

Hin fullkomna tækni við æfingar

Finnst þér stundum erfitt að gera æfingar því þú veist ekki hver rétta tæknin er? Þú getur öðlast aukið öryggi við æfingar með því að læra að hlusta á líkamann og öðlast færni í fjölbreyttum hreyfingum hans í stað þess að læra “réttu tæknina”.
Hin fullkomna tækni við æfingar

Finnst þér stundum erfitt að gera æfingar því þú veist ekki hver rétta tæknin er? Þú getur öðlast aukið öryggi við æfingar með því að læra að hlusta á líkamann og öðlast færni í fjölbreyttum hreyfingum hans í stað þess að læra “réttu tæknina”. Það er ekki þar með sagt að við hendum þekkingu um líkamsbeitingu og tækni við æfingar alfarið út úr myndinni. Góð ráð varðandi líkamsbeitingu geta gjörbreytt upplifun við æfingar.

Lærðu inn á mismunandi hreyfingar líkamans þíns
Veistu ekki hvort þú eigir að færa fótinn meira út eða inn í hnébeygjunni, hvar eiga axlirnar að vera í niðurtoginu og hvernig á að anda? Hvernig fer fólk eiginlega að því að æfa? Í stað þess að fullkomna tæknina getum við stillt okkur af í æfingum eftir því hvar við finnum spennu og slökun og það allra mikilvægasta - hvar við viljum finna fyrir henni. Sem dæmi getum við breytt stöðu mjaðmagrindarinnar til að finna meira fyrir plankaæfingunni í kvið eða baki, leyft stöðu hnébeygjunnar að ákvarðast út frá líkamsbyggingu okkar og hvar við erum sterkust og hlaupið þannig að okkur líði eins og við svífum áfram.

Hlustum á líkamann
Fræðin sem við höfum um líkamsbeitingu og tækni getur hjálpað okkur í æfingum og að læra mismunandi hreyfingar en tileinkum okkur fyrst og fremst að hlusta á líkamann. Einstaklingar með mismunandi markmið, stoðkerfisvanda eða líkamsbyggingu eiga ekkert endilega að geta gert allar hreyfingar alveg eins. Prófum okkur þess vegna áfram í mismunandi hreyfingum og finnum hvað við erum að gera í stað þess að elta “fullkomna tækni” og hafa áhyggjur af því að við séum ekki að gera æfingarnar rétt.

Hin fullkomna tækni verður til í kjölfarið – sérsniðin okkur.

VIVUS þjálfun

Valgerður Tryggvadóttir

  VIVUS Þjálfun 

  vivusmommur 

  vivusthjalfun