Dásamlegur bleikur smoothie - stútfullur af nćringar- og andoxunarefnum

Allir ţekkja grćnu hollu drykkina, ekki rétt?

Fjólubláir eđa bleikir smoothies eru mjög svipađir, nema ţeir innihalda dökk ber og fjólublátt grćnmeti í stađ ţessa grćna. Ţeir eru jafn hollir og pakkađir af nćringar - og andoxunarefnum eins og ţessir grćnu.

Og einnig af ţví ţeir eru svona fínir á litinn, er oft auđveldara ađ fá krakkana til ađ drekka ţessa drykki og koma ţannig ofan í ţau auka skammti af grćnmeti.

Uppskrift er fyrir 2-4.

 

 

 

Hráefni:

˝ bolli af hindberjum – mega vera frosin ef ţú finnur ekki fersk

˝ bolli af brómberjum / blackberries

1 stór banani

1 og 1/2 bolli af fersku rauđkáli – saxađ niđur

˝ bolli af rauđrófum – söxuđum niđur

˝ bolli af baby spínat

˝ bolli af hreinu grísku jógúrti – fitulausu

Ľ bolli af appelsínu og mango safa eđa ţeim safa sem ţér ţykir bestur. Passa bara ađ hann sé sykurlaus. Eđa sleppa safa og nota kókósvatn.

1 bolli af vatni.

Leiđbeiningar:

Setjiđ allt hráefniđ í blandarann. Byrja á ađ setja vökvann eins og alltaf.

Látiđ blandast á góđum hrađa ţar til allt er mjúkt.

Kćliđ drykk í ísskáp ţar til ţú er tilbúin til ţess ađ drekka hann. Ef ţú ćtlar ađ drekka hann strax er snilld ađ nota frosin ber eđa ísmola svo drykkurinn sé kaldur og hressandi.

Drykkur á ađ berast fram kaldur.

Njótiđ vel!

Ps: ţú mátt breyta magni af djúsi/vatni/vökva sem ţú notar í drykkinn. 

 

 

  • Alvogen


Athugasemdir

Svćđi

  • Um Heilsutorg
  • Twitter
  • Heilsutorg á Facebook
  • Mobile útgáfa af heilsutorg.com
  • Veftré