Fara í efni

Auka göngutúrar vöðvauppbyggingu?

Hvort sem þú stundar líkamsrækt með vöðvauppbyggingu í huga, eða ferð í göngutúra og ert að reyna að ná 10.000 skrefum á dag hefur þú örugglega velt því fyrir þér hvort göngutúrar byggi upp vöðva?
Auka göngutúrar vöðvauppbyggingu?

Hvort sem þú stundar líkamsrækt með vöðvauppbyggingu í  huga, eða ferð í göngutúra og ert að reyna að ná 10.000 skrefum á dag hefur þú örugglega velt því fyrir þér hvort göngutúrar byggi upp vöðva?
Þegar öllu er á botninn hvolft er þetta venjulegasta form hreyfingar og fyrir suma sem gætu átt í erfiðleikum með að lyfta lóðum eða stunda æfingar sem hækka púlsinn verulega, þá er ganga líklegast besta form hreyfingar.

Það er fyrst og fremst litið á göngu sem tegund af hjarta- og æðaæfingum á lágum styrkleika sem veldur almennt ekki marktækum breytingum á vöðvamassa.

Göngur flokkast undir þrekæfingar, sem vitað er að byggja upp fína vöðvaþræði. Fólk gæti tekið eftir smávægilegri aukningu á ummáli á fótum eftir göngu þar sem fæturnir „bólgna“ til að taka inn næringarefni og fjarlægja úrgangsefni. Þetta gæti útskýrt þessa bólgnu kálfa eftir venjulegan göngutúr, en því miður mun rúmmálsbreytingin ekki vara lengur en í klukkutíma. Haltu samt áfram að ganga í 40 til 60 mínútur reglulega svo að þessir tónuðu kálfar haldist við.

Ganga er ein besta alhliða fótaæfingin, en einnig er gott að hafa lítil handlóð ef þú ert að leita eftir því nota göngu sem æfingu fyrir allan líkamann. Mundu líka að ef þú ert að leita að líkamsrækt til að léttast, þá er morgunganga betri. Regluleg ganga hjálpar til við að varðveita vöðvamassa. Vöðvamassi, ólíkt fitu, er efnafræðilega virkur, sem þýðir að daglega brennir þú fleiri kaloríum."

Það eru nokkrar leiðir til að hámarka vöðvauppbyggingarmöguleika í göngutúrum

Ein hugmynd er að skipta á milli þess að ganga á jöfnum hraða og fara í „kraftgöngu“, létt skokk eða sprett. Þetta mun hafa margvíslegan ávinning á hjarta- og æðaþol og styrkleikaaukningu með því að keyra á alla vöðvaþræði.
Þú gætir líka gert hlé á meðan á göngunni stendur til að bæta við líkamsþyngdaræfingum, svo sem hnébeygjum, armbeygjum eða planka.

Að ganga eftir ójöfnum slóðum, grasi, ójöfnu yfirborði, eða óstöðugu yfirborði eins og sandi eða möl, mun ögra vöðvum fóta og ökkla en að ganga á gangstétt, og þú þarft að leggja meira á þig til að viðhalda jafnvægi og stöðugleika, Reyndu að breyta gönguleiðinni þannig að hún feli í sér nokkra mismunandi halla og yfirborð.

Heimild : livescience