Fara í efni

Amman og unglingurinn á Vogi

Á sjúkrahúsið Vog innritast sex sjúklingar á dag að meðaltali, alla daga ársins.
Amman og unglingurinn á Vogi

Á sjúkrahúsið Vog innritast sex sjúklingar á dag að meðaltali, alla daga ársins.

Það koma margir ólíkir einstaklingar til okkar, í hverri viku koma unglingar sem margir eru orðnir óvirkir vegna vímuefnaneyslu og líf þeirra og aðstandenda löngu farið að snúast um vandamálin sem skapast af neyslunni.

Við fáum líka ömmur, oft með vanda vegna áfengisdrykkju og/eða lyfjaneyslu. Sumar orðnar einangraðar og komnar útúr þeirri fjöslkyldurútínu sem þær vilja vera í.

Ábyrgir heimilisfeður koma líka til okkar, sem mæta alltaf í vinnuna og sjá um sína, en drekka meira en þeir eru ánægðir með.

Svona mætti lengi telja. Ef ætti að skrifa um alla þá sem koma á Vog árlega þá yrðu það rúmlega 1800 mismunandi frásagnir eða jafnmargar og þeir sem koma. Enginn er eins. Margir hafa nýtt sér þjónustu SÁÁ, á Vogi, Staðarfelli, Vík og göngudeildunum okkar.

Við gætum aldrei boðið uppá alla þá þjónustu sem SÁÁ hefur uppá að bjóða án stuðnings allra okkar velvildarmanna og kvenna sem hafa sannarlega lagt sitt af mörkum.

Álfasalan er árlegur viðburður sem verður í ár frá 6-10.maí og mun sölufólk á vegum SÁÁ standa víðsvegar að bjóða álfinn til sölu.

Hvernig væri að grípa með sér eins og einn álf eða tvo? Þeir eru sætir, litlir og brosandi og skipta miklu máli, hver einn og einasti!

Kristbjörg Halla Magnúsdóttir
Áfengis og vímuefnaráðgjafi NCAC hjá SÁÁ

Heimild: saa.is