Fara í efni

5 mínútna heilsuskot gegn kvefi og pestum

“Ég finn eitthvað til í hálsinum” sagði maðurinn minn hálf-nefmæltur. “Í alvöru, það eru einmitt svo margir veikir þessa dagana” svaraði ég. Daginn eftir, á sunnudagseftirmiðdegi var ég mætt með djúsvélina og gerði þessi dúndur-heilsuskot fyrir okkur hjónin til að drekka næstu tvo morgna. Þessu skot eru eitt það besta sem þú getur gefið líkamanum þegar það eru flensur og kvefpestir að ganga.
5 mínútna heilsuskot gegn kvefi og pestum

“Ég finn eitthvað til í hálsinum” sagði maðurinn minn hálf-nefmæltur.

“Í alvöru, það eru einmitt svo margir veikir þessa dagana” svaraði ég.

Daginn eftir, á sunnudagseftirmiðdegi var ég mætt með djúsvélina og gerði þessi dúndur-heilsuskot fyrir okkur hjónin til að drekka næstu tvo morgna. 

Þessi skot eru eitt það besta sem þú getur gefið líkamanum þegar það eru flensur og kvefpestir að ganga.

Ég vara þó við - skotin rífa vel í!

Hægt er að horfa á myndband af mér að gera skotin undir “highlights” á Instagram reikningnum mínum (smelltu hér til að skoða).

Ef þú hefur ekki notað oreganóolíu áður þá ertu að missa af miklu! Oreganóolía er nefnilega eitt það besta sem þú getur gefið líkamanum. Hún er bakteríudrepandi og vinnur gegn kvefi og flensukvillum, ásamt því að vera bólgueyðandi og jafnvel talin hafa verkjastillandi áhrif!

Engifer er sérstaklega gott fyrir meltinguna og hálsinn, eins og ég hef oft minnst á áður! Engifer er einnig örvandi fyrir blóðrásina og ríkt af b-vítamínum, járni, mangan, magnesíum og sinki.  

5 mínútna heilsuskot gegn kvefi og pestum 

Gefur 4 skot

2-3 engiferrót, pressuð
4 msk eplaedik (ég notaði frá Biona)
1 sítróna, kreist
12-15 dropar oreganóolía (ég notaði frá Kolbrúnu grasalækni)
12-15 dropar sólhattur (ég notaði frá  A. Vogel)

Viðbót fyrir djarfa:

klípa af cayenne pipar
½-1 tsk túrmerikduft og nokkrar klípur af svörtum pipar (ég notaði frá Sonnete sem fæst í Heilsuhúsinu og Nettó)

1. Pressið engifer í safapressu. Sjá athugasemdir með hvaða tegund ég nota og aðra valkosti ef þú átt ekki safapressu.

2. Bætið við ediki, sítrónusafa, olíu og hrærið. Geymist í loftþéttri glerkrukku næstu 3 daga.

3. Takið skot á morgnanna (c.a 20-40 ml.) 

Athugasemdir:

* Ég nota Hurom safapressu, ég fékk hana í Heimilistækjum á sínum tíma.

*Ef þú átt ekki safapressu getur þú sett hráefnin í blandara með smá af vatni og hrært eins vel og hægt er. Þetta má síðan fara í gegnum grisjupoka til að losna við hratið. Einnig er hægt að kaupa tilbúin engiferskot t.d frá Sollu. Að djúsa engifer er þó best.

*Vörurnar sem ég notaði fást í Nettó og Heilsuhúsinu.

Ég veit þú sérð ekki eftir því að gera þessi heilsuskot!

Endilega deilið uppskriftinni á Facebook elsku vinir! Ef þú prófar uppskriftina er ég alltaf glöð að sjá myndir á Instagram:) Mundu bara að tagga mig @julias.food.

Viltu fá ókeypis 1 dags matseðil sem eykur orku og vellíðan?

Matseðilinn gefur uppskriftir og sýnishorn frá Frískari og orkumeiri á 30 dögum námskeiðinu. Ef þú glímir við orkuleysi, verki eða sykurlöngun og vilt koma þér af stað eftir sumarið - ekki bíða lengur. Náðu þér í matseðilinn HÉR.

Heilsa og hamingja,