Fara í efni

5 einfaldar leiðir til að borða meira af trefjum

Prufaðu þessar einföldu leiðir til að fá meira af trefjum í þitt mataræði.
5 einfaldar leiðir til að borða meira af trefjum

Prufaðu þessar einföldu leiðir til að fá meira af trefjum í þitt mataræði.

Líkaminn þarfnast trefja til að koma í veg fyrir króníska sjúkdóma eins og sykursýki, hjartasjúkdóma og ákveðnar tegundir krabbameins.

Rannsóknir hafa einnig sýnt fram á að ef þú neytir trefjaríks mataræðis þá stuðlar þú að þyngdartapi, því trefjaríkur matur fyllir magann fyrr og þú ert södd/saddur lengur.

En því miður þá neyta flest okkar aðeins helmings af þeim trefjum sem við þurfum daglega. Mælt er með 25 – 38 gr á dag.

Ef þú vilt bæta við trefja inntöku þína lestu þá áfram.

1. Borðaðu ávexti

Mælt er með að borða ávextina frekar en skella þeim í boost og drekka þá og það sama á við um grænmetið. Þegar gerður er drykkur úr ávöxtum eða grænmeti þá verða mikilvægu trefjarnar eftir og skila sér því ekki í líkamann eins og þú hefur eflaust haldið.

2. Lestu næringarinnihald á matvöru

Lestu utan á pakkningar af mat þar sem stendur “trefjaríkur” og vertu viss um að þú sért að kaupa þann pakka sem inniheldur mest magn.

3. Borðaðu grænmetið þitt

Borðaðu grænmetið og meira til. Gleymdu þessum “fimm á dag” vegna þess að næringarfræðingar vilja meina að þú þurfir meira en bara 5 á dag. Lestu þig til um hvaða grænmeti inniheldur mest magn af trefjum. Til að gefa þér dæmi þá er brokkólí afar trefjaríkt og ætti að vera hluti af öllum máltíðum.

4. Ekki taka hýðið af ávöxtum eða grænmeti

Ekki fjarlæga hýðið af ávöxtum og grænmeti þegar þess þarf ekki. Best er að skola af þeim til að forðast skordýraeitur sem gæti setið utan á hýðinu. Og reyndu að borða lífrænt, það er alltaf betra.

5. Borðaðu baunir, linsubaunir og ertur

Vertu viss um að bæta þessu ríkulega í þitt mataræði a.m.k nokkrum sinnum í viku. Og ef þú kaupir í dósum þá skaltu skola af þeim í sigti til að hreinsa þær og ná í burtu auka sodium sem gæti verið í vökvanum.

Heimild: eatingwell.com