Fara í efni

Omega–3 fitusýrur við geðröskunum

Omega-3 fitusýrur finnast aðalega í fiskiolíu og ákveðnum tegundum af þörungum.
Omega–3 fitusýrur við geðröskunum

Omega-3 fitusýrur finnast aðalega í fiskiolíu og ákveðnum tegundum af þörungum.

Af því er virðist þá er þunglyndi ekki eins algengt í löndum þar sem fólk borðar mikið magn af fisk og hafa vísindamenn rannsakað hvort hægt sé að nota fiskiolíur til að koma í veg fyrir eða meðhöndla þunglyndi og aðrar geðraskanir.

Tvær tegundir af omega-3 fitusýrum, eicosapentaenoic acid - EPA og docosahexaenoic acid - DHA eru taldar hafa bestu eiginleika til að nýtast þeim sem þjást af geðröskunum.

En hvernig getur omega-3 létt á þunglyndi?

Ýmsar leiðir hafa verið skoðaðar. Má nefna að omega-3 á auðvelt með að ferðast í gegnum himnu heilafruma og þannig komist í snertingu við sameindir sem tengjast skapi og eru í heilanum. Einnig hafa omega-3 fitusýrur áhrif á bólgur í líkamanum og vinna einnig þannig gegn þunglyndi.

Gerðar hafa verið yfir 30 vísindalegar tilraunir þar sem prufaðar hafa verið mismunandi omega-3 olíur á fólki með þunglyndi.

Í öðrum rannsóknum hefur omega-3 verið notað með þunglyndislyfjum sem eru ekki að virka sem skyldi.

Færri rannsóknir hafa farið í að prufa omega-3 eitt og sér til að vinna á þunglyndi.

Í klínískum rannsóknum þá er venjulega notað EPA eitt og sér eða blanda af EPA og DHA og eru skammtar frá 0,5 til 1 gramm á dag og allt upp í 6 til 10 grömm á dag. 1 gramm af þessari blöndu er á við að borða þrjár máltíðir af laxi á viku.

Blandan sem virðist virka best er að hafa a.m.k 60% af EPA á móti DHA. DHA er talið hafa minni virkni gegn þunglyndi en EPA en það getur mögulega haft fyrirbyggjandi áhrif gegn sjálfsvígum.

Börn og unglingar með þunglyndi geta haft mikinn hag af því að taka omega-3 daglega. Góð blanda fyrir börn og unglinga er omega-3 og D-vítamín. . . Viljir þú lesa frekar um áhrif omega-3 á geðheilsuna þá skaltu smella HÉR