Fara í efni

Börn segja ekki „ég er kvíðin(n)“, þau segja „mér er illt í maganum“

Börn segja ekki „ég er kvíðin(n)“, þau segja „mér er illt í maganum“

Mamma, mér er illt í maganum er eitthvað sem margar mömmur, já og pabbar hafa heyrt í gegnum tíðina.

Algengast er að börn fái „illt“ í magann að kvöldi. Oft þegar verið er að fara uppí og slökkva ljósin þá má heyra „mér er illt í maganum“.

Því á kvöldin þá er komið myrkur, þau eru ein og það er ekkert sem er að dreifa huganum.

Einnig getur kvíði hjá börnum gert vart við sig á morgnana þegar fara á í skólann. Börn geta verið með aðskilnaðar kvíða eða kvíðinn getur verið vegna stríðni í skólanum.

Afhverju ætli börn segi að þeim sé illt í maganum?

Jú, það er vegna þess að þeim er virkilega illt í maganum.

Maginn er heimili iðra taugakerfisins og er oft kallað hinn annar heili. Taugarnar í maga og kvíðinn búa til tilfinningu eins og um magaverk sé að ræða.

Þetta er erfiður hringur að lenda í því á meðan kvíðinn er að valda magaverk, þá orsakar þessi magaverkur meiri kvíða.

Í einni rannsókn þá kom fram að 51% af fólki sem upplifði magaverki sem börn fengu kvíðasjúkdóm seinna í lífinu.

Það sem skiptir mestu máli að muna varðandi börn sem oft kvarta undan magaverkjum er að þau eru ekki að plata. Þetta er ekki athyglissýki. Þetta er þeirra líkami að upplifa kvíða og sest hann að í maganum.

Hvað skal gera?

Það eru margar mismunandi leiðir sem nota má til að vinna á kvíða hjá börnum.

Best er auðvitað að ræða við þau. Fá þau til að tala um sinn dag og reyna að komast að niðurstöðu um það hvað er að orsaka kvíða hjá þínu barni.

Ef það er ekki að ganga þá er auðvitað nauðsynlegt að leita til sérfræðings og fá hjálp.

Heimild: loveandmarrigeblog.com