Fara í efni

Sóttvarnaráðstafanir vegna Ólympíuleikanna Í Brasilíu

Ólympíuleikarnir 2016 sem haldnir verða í Brasilíu nálgast. Þeir hefjast 5. ágúst nk. og standa til 21. ágúst.
Sóttvarnaráðstafanir vegna Ólympíuleikanna Í Brasilíu

Ólympíuleikarnir 2016 sem haldnir verða í Brasilíu nálgast. Þeir hefjast 5. ágúst nk. og standa til 21. ágúst.

Ólympíuleikar fatlaðra verða svo haldnir dagana 7.–18. september 2016.

Sóttvarnalæknir hefur birtleiðbeiningar fyrir þátttakendur og aðra ferðamenn sem hyggjast sækja Brasilíu heim á þessum tíma.

Sóttvarnastofnun Evrópusambandsins (ECDC) hefur mælst til þess að ferðamenn sem snúa aftur heim og eru búsettir á svæðum í Evrópu, þar sem moskítóflugur af Aedes gerð eru landlægar, reyni að forðast bit flugnanna í þrjár vikur eftir heimkomu svo þær sýkist ekki af Zíkaveirunni og geti þannig komið í veg fyrir að þær beri sýkinguna áfram til annarra manna. Þetta á við um þá sem búa í suðurhluta Evrópu.

Sóttvarnalæknir