Fara í efni

Er myglusveppur hættulegur heilsu manna?

frétt RÚV þann 4. Júlí 2016 eru birtar viðvaranir Náttúrufræðistofnunar við myglusveppnum súlufruggu (Aspergillus fumigatus) í húsum og fullyrt að hann sé stórhættulegur heilsu manna.
Er myglusveppur hættulegur heilsu manna?

Í frétt RÚV þann 4. Júlí 2016 eru birtar viðvaranir Náttúrufræðistofnunar við myglusveppnum súlufruggu (Aspergillus fumigatus) í húsum og fullyrt að hann sé stórhættulegur heilsu manna.

Sóttvarnalæknir vill að það komi fram að samkvæmt upplýsingum frá Landspítala hefur ekki sést aukning á alvarlegum sveppasýkingum af völdum súlufruggu hér á landi á undanförnum árum og því síður alvarlegum sýkingum í tengslum við raka og myglu í húsum.

Súlufrugga getur valdið sýkingu hjá einstaklingum með alvarlega ónæmisbælingu eða langt gengna lungnasjúkdóma en ekki hjá öðrum sjúklingahópum eða heilbrigðum einstaklingum.

Ýmsir myglusveppir geta einnig valdið ofnæmiseinkennum hjá viðkvæmum einstaklingum, en þau hverfa oftast eftir að myglan/rakinn hefur verið fjarlægður.

Súlufrugga og aðrir myglusveppir finnast að öllu jöfnu í meira magni utandyra heldur en innandyra og því oftast meiri líkur á því að komast í tæri við myglusveppi utandyra heldur en inni í húsum.

Sóttvarnalæknir

Af vef landlaeknir.is