Fara í efni

Dr. Sven Hannibal

Dr. Sven Hannibal er umdeildur læknir á sínu sviði en hann hefur í um tuttugu ár helgað líf sitt rannsóknum tengdum lýðheilsu. Hann naut lengi vel vinsælda og virðingar sem yfirlæknir á Sjúkrahúsinu í Svartaskógi í Þýskalandi. Hann sagði starfi sínu þar lausu eftir deilur og átök við kollega sína sem kunnu ekki að meta byltingarkenndar hugmyndir hans um heilbrigðismál. Síðan þá hefur hann verið einfari í fræðunum og gert margvíslegar tilraunir á sjálfum sér en þær leggur hann til grundvallar skrifum sínum.
Dr. Sven Hannibal
Dr. Sven Hannibal

Dr. Sven Hannibal er umdeildur læknir á sínu sviði en hann hefur í um tuttugu ár helgað líf sitt rannsóknum tengdum lýðheilsu. Hann naut lengi vel vinsælda og virðingar sem yfirlæknir á Sjúkrahúsinu í Svartaskógi í Þýskalandi. Hann sagði starfi sínu þar lausu eftir deilur og átök við kollega sína sem kunnu ekki að meta byltingarkenndar hugmyndir hans um heilbrigðismál. Síðan þá hefur hann verið einfari í fræðunum og gert margvíslegar tilraunir á sjálfum sér en þær leggur hann til grundvallar skrifum sínum.

Hann er óneitanlega oft á skjön við viðtekin sannindi og kenningar sem haldið er að fólki í dag og er til dæmis mjög hrifinn af sykri sem orkugjafa og hefur mikla trú á feitmeti, eins og til dæmis svínafleski.

Honum er helst talið til tekna að hann er ósérhlífinn og fyrir að reyna allar sínar kenningar og hugmyndir á sjálfum sér. Þetta hefur oft gengið nærri honum andlega og líkamlega en hann er enn óbugaður og leggur sjálfan sig undir í viðleitni sinni til þess að efla lýðheilsu.

Dr. Hannibal mun framvegis birta hugleiðingar sínar og niðurstöður á Heilsutorgi, sem tekur þó enga ábyrgð á lækninum og kenningum hans. Hugmyndir Hannibals eru þó oftar en ekki áhugaverðar og i versta falli getur fólk notað hann og hremmingar hans sem víti til að varast.