 
											Með svona fersku "pasta" finnst okkur nauðsynlegt að hafa kremaða og góða sósu, í þetta sinn skelltum við í dásamlega avókadósósu og toppuðum með hnetukurli. Regnbogapasta er gott sem léttur aðalréttur, eða sem meðlæti t.d. með grillmatnum.
Krökkunum í okkar fjölskyldu finnst gaman að borða grænmetið svona í ræmum, en vilja ekki sósuna og þá er ekkert mál að bera sósuna fram til hliðar.

2 gulrætur
2 fjólubláar gulrætur 
2 röndóttar rauðrófur 
1 kúrbítur
1 búnt ferskur kóríander 
½ búnt steinselja 
4 hvítlauksrif 
1 dl sítrónusafi 
1 ½ dl jómfrúar ólífuolía 
1 tsk sjávarsaltflögur 
1 tsk paprikuduft 
½ tsk cuminduft 
smá cayenne pipar 
1 avókadó
½ dl heslihnetuflögur 
½ dl kasjúhnetur, saxaðar
2 msk næringarger, stráið yfir eins miklu og ykkur finnst gott.

Af vef maedgurnar.is
