Fara í efni

Rauðrófusafi fyrir bleikan október

Í tilefni bleiku slaufunnar í október langar mig að deila mér þér helstu fæðunni til að borða sem forvörn gegn krabbameini ásamt gómsætum og fagurbleikum uppskriftum. Á haustin þykir mér kjörinn tími til að taka hreinsun með fæðu til að efla ónæmiskerfið og hrista burtu slappleika sem getur komið og þá þykir mér kjörið að bæta þessari fæðu við mataræðið enda styður hún við afeitrun líkamans.
Rauðrófusafi fyrir bleikan október

Í tilefni bleiku slaufunnar í október langar mig að deila mér þér helstu fæðunni til að borða sem forvörn gegn krabbameini ásamt gómsætum og fagurbleikum uppskriftum.

Á haustin þykir mér kjörinn tími til að taka hreinsun með fæðu til að efla ónæmiskerfið og hrista burtu slappleika sem getur komið og þá þykir mér kjörið að bæta þessari fæðu við mataræðið enda styður hún við afeitrun líkamans.

Fæðan hentar vel bleiku slaufunni, enda fagurbleik á litinn.   

Rauðrófusafi

Rannsóknir sýna að bleiki liturinn frá rauðrófunum inniheldur öflug jurtaefni sem eru talin vörn gegn krabbameini. Rauðrófusafinn dró úr myndum æxla í nokkrum mismunandi rannsóknum sem voru gerðar og fara rann­sókn­ir nú fram á því hvernig nota megi rauðróf­usafa við meðhöndl­un á krabba­mein­um í brisi, brjóst­um og blöðru­hálskirtli.

Rauðrófur eru einnig taldar:

  • bæta hormónajafnvægið
  • styðja við afeitrun og hjálpa til við að hreinsa blóð og lifur.
  • lækka blóðþrýsting
  • draga úr bólgum vegna betaíni efnis sem er í því
  • auka úthald og kraft á æfingum

Rauðrófur eru því frábærar fyrir konur á breytingarskeiði eða fyrir þá sem stunda miklar íþróttir. Sjálf tek ég rauðrófusafann sem ég deili nú með þér fyrir æfingar og finn ég kraftinn sem fylgir þeim.

Engar áhyggjur ef þú ert ekki hrifin af bragðinu af rauðrófum, uppskriftin er náttúrulega sætuð með hindberjum sem getur dregið úr moldarbragðinu sem margir finna með rauðrófum. 

Rauðrófusafi 

Bleiki safinn

3 stórar rauðrófur
2 gulrætur
3 epli
300 gr lífræn hindber frosin, látin þiðna (ég nota lífrænu hindberin frá Coop sem fást í Nettó)
collagen duft frá Feel Iceland (val, en dúndurgott sem fyrirbygging á öldrun húðar og getur dregur úr liðverkjum)

1. Setjið rauðrófurnar, gulrætur og epli í gegnum safapressu. Ef þú átt ekki safapressu getur þú sett allt í gegnum blandara, þá mæli ég með að afhýða rauðrófurnar og eplin fyrst og blanda svo. Næst getur þú sett blönduna í gegnum grisjupoka eða sigti til að fjarlægja allar trefjar frá því

2. Setjið næst blönduna yfir í blandarann með hindberjunum og hrærið vel. Bætið næst 3 skömmtum af collagen dufti út í blandarann ef þið notið slíkt og hrærið vandlega saman við.

3. Hellið safanum í 3-4 glerflöskur (fer eftir stærð á flöskum) og geymið í kæli. Safinn geymist ferskur í 4-5 daga ef þú notar kaldpressaða safapressu annars í geymist hann í 2-3 daga ferskur.

Ég nota safapressu frá Hurom og blandara frá Vitamix.

Ég vona að þú prófir þennan bleika rauðrófusafa en hann er oft gerður á mínu heimili á sunnudögum og gríp ég í hann fyrir æfingar í gegnum vikuna. Æðisleg orka og ofboðslega góð næring fyrir líkama, húð, hár og neglur!

Það er svo margt annað sem mætti nýta rauðrófurnar í og þú gætir til dæmis prófað að gera bleika búst drykkinn hér (engin safapressa nauðsynleg), hindberjaskálin, einfalda bleika kínósalatið mitt eða bollakökurnar með vegan hindberjasmjörkremi!

Ef þú hefur áhuga á að taka matarhreinsun til fulls með mér mæli ég með að kynna þér 5 daga matarhreinsun mína hér. Hún gefur einfalda og ánægjulega leið að fríska uppá líkamann, auka orkuna og draga úr sykurlöngun.

Endilega deilið áfram  og smellið á like hér á blogginu. Svo er alltaf ánægjulegt að sjá ykkar útgáfu af rauðrófu uppskrift á samfélagsmiðlum. Bæði á snapchat: lifdutilfulls og instagram.

Heilsa og hamingja

jmsignature