Fara í efni

Kóríander-Lime-hvítlauks sósa/dressing - geggjuð á salatið og einnig með grilluðu lambakjöti

Þessi sósa/dressing er Vegan, glútenlaus, þarf enga eldun, er olíu, sykur og soja laus.
Kóríander-Lime-hvítlauks sósa/dressing - geggjuð á salatið og einnig með grilluðu lambakjöti

Þessi sósa/dressing er Vegan, glútenlaus, þarf enga eldun, er olíu, sykur og soja laus.

Í þessari sósu er ekki að finn neinar mjólkurvörur og það skiptir svo sannarlega engu máli því hún er alveg jafngóð þrátt fyrir það.

Hún er dásamleg á Enchiladas sem dæmi og einnig ef þú vilt smá sósu á salatið þitt. Þú ættir einnig að prufa þessa sósu á grillað lambakjöt, það er ofsalega gott saman.

Hráefni:

¾ bolli af hrá kasjúhnetum

½ bolli af ferskum kóríander laufblöðum

1 stór hvítlauksgeiri

½ bolli af vatni – eða eins og þarf

3 msk af ferskum lime safa

2 msk af avókadó

½ tsk af fínu sjávarsalti

½ tsk af hvítlauksdufti

Leiðbeiningar:

Setjið kasjúhneturnar í skál og hellið sjóðandi vatni yfir þær. Passa að vatnið nái yfir allar hneturnar. Látið liggja í vatninu í klukkutíma eða í volgu vatni yfir nótt.

Hreinsið hnetur og hellið vatni af.

Bætið nú öllu hnetumaukinu og öðru hráefni í góðan blandara, hann þarf að hafa góða hraðastillingu.

Ef hneturnar og hitt hráefnið er ekki að blandast nógu vel saman að þínum smekk þá má bæta örlitlu af vatni saman við.

Prufið svo að nota ofan á salat eða jafnvel með kjúkling eða ofan á Taco.

Njótið vel!