Fara í efni

Indverskir Aloo Tikki kartöflu klattar, þeir eru vegan og glútenlausir

Það er ekki flókið að búa þessa klatta til.
Indverskir Aloo Tikki kartöflu klattar, þeir eru vegan og glútenlausir

Það er ekki flókið að búa þessa klatta til.

Mjúkir að innan en stökkir að utan og bragðast eins og indverskur matur.

Frábært meðlæti eða bera þá fram með karrý og mangó chutney.

Uppskrift ætti að gefa um 10-12 klatta.

 

Hráefni:

3 stórar sætar kartöflur

3 bollar af vatni

2 msk af glútenlausu hveiti

1 grænt chilli – langt og saxa það fínt

¼ tsk af turmeric dufti

¼ tsk af Garam masala

½ tsk af Chaat masala

¼ bolli af gulum lauk – saxaður

¼ bolli af kóríander – nota blöðin og saxa þau niður

¼ bolli af canola olíu – eða þinni uppáhalds

Leiðbeiningar:

Sjóðir kartöflur þar til þær eru mjúkar í gegn. Afhýðið og notið kartöflustappara til að stappa þær vel í stórri skál.

Blandið nú saman rest af hráefnum NEMA olíunni, setjið saman við stöppuðu kartöflurnar.

Takið bolla og mælið, ¼ bolli er einn klatti. Mótið í flatan hring.

Hitið járnpönnu (skillet) yfir meðal hita þar til hún er orðin heit.

Notið um 1 msk af olíu á pönnu.

Setjið 4 klatta á pönnuna. Eldið báðumegin þar til klattar eru orðnir gullbrúnir. Þetta tekur um 5 mín. Á hverri hlið. Ef þér finnst of mikill hiti þá lækkar þú undir pönnunni.

Endirtakið þar til allir klattar hafa verið eldaðir. Bætið við og við msk af olíu á pönnu.

Þetta á að bera fram heitt.

Njótið!