Fara í efni

Þær eru svo hollar – skemmtileg uppskrift af súpu með sætum kartöflum

Nú þegar fer að líða að hausti þá er fullkominn tími til að nýta sér uppskeru á kartöflum og þá sér í lagi sætum kartöflum.
Þær eru svo hollar – skemmtileg uppskrift af súpu með sætum kartöflum

Sætar kartöflur eru afar góðar fyrir líkamann, má nefna að þær aðstoða við að lækka blóðþrýsting og draga úr stressi. Þær eru einnig óvinur krabbameinsins og vinna gegn frumubreytingum.

Sætar kartöflur eru auðmeltar og þar af leiðandi afar góðar fyrir þá sem eru með magasár, slæma þarma, með meltingartruflanir eða hægðartregðu.

Og svo eru þær bara svo rosalega góðar!

Hér er frábær uppskrift sem er fullkomin sem kvöldverður með góðu fersku salati.

 

Hráefni:

2 sætar kartöflur, afhýddar og skornar í ferhyrninga

2 hvítlauksgeirar

1 meðal stór sætur laukur – skorinn í sneiðar

Klípa af ferskum engifer – rifnum

Klípa af kanil, múskat, sjávarsalti og pipar

Og til að skreyta með þá er mælt með kókósflögum, kasjúkremi eða rósmarín og steinselju.

Leiðbeiningar:

  1. Gufusjóða kartöflur, lauk, hvítlauk og engifer þar til allt er mjúkt – tekur um 45 mínútur
  2. Á meðan allt er heitt, skelltu því þá í blandarann og notaðu bolla af heitu soðinu með. Munið að krydda með salti og pipar eftir smekk. Látið hrærast þar til mjúkt og rjómakennt
  3. Ef þér finnst þetta of þykkt þá má bæta við meira af soðvatninu.
  4. Þú velur hverju þú vilt svo dreifa yfir súpuna og einnig er gott að nota ferskar jurtir eins og steinselju,rósmarín og fleiri. Best þykir mér að nota kókósflögur og steinselju.
  5. Ef þú átt ekki eða hefur ekki haft tíma til að búa til kasjúkremið þá notar þú sýrðan rjóma.

Nýtt og skemmtilegt að prufa, njótið!