Fara í efni

Heimagert páskasúkkulaði með maca-saltkaramellu

Um síðustu helgi bjó ég til páskaegg úr dýrindis heimagerðu súkkulaði og fyllti þau með heimagerðri maca-saltkaramellu. Þetta bíður okkar í frysti þangað til um páskana en þori ég ekki að lofa að ég verði ekki búin að smakka smá!
Heimagert páskasúkkulaði með maca-saltkaramellu

Um síðustu helgi bjó ég til páskaegg úr dýrindis heimagerðu súkkulaði og fyllti þau með heimagerðri maca-saltkaramellu. 

Þetta bíður okkar í frysti þangað til um páskana en þori ég ekki að lofa að ég verði ekki búin að smakka smá!

Að gera mitt eigið holla páskakonfekt er eitthvað sem ég byrjaði á fyrir nokkrum árum og er það..

  • einfalt
  • hollara en hefðbundið súkkulaði
  • hagstætt
  • skapar gæðastund með þínum nánustu
  • hreint lostæti

Ég vona að þú prófir enda er ég viss um að þetta muni slá í gegn hjá þér á páskadag eða með kaffinu.

Ef þú ert ekki í stuði til að gera þitt eigið egg í ár mæli ég með að skoða vegan súkkulaði eggin frá Veganbudin.is en þau eru í hollari kantinum, með hrásykri og hrísmjólk í stað hefðbundinna mjólkarvara. Ég mæli þá með að kaupa dekksta eggið hjá þeim, 65% súkkulaði svo það innihaldi minna sykurmagn. Við hjónin fengum smakk frá þeim og er súkkulaðið mjög sætt og seðjandi.

DSC_0358

 Páskaeggin með maca- saltkaramellu

Súkkulaðið
100g kakósmjör brætt (t.d frá Raw Chocoloate co.)
50 gr kókosolía (t.d frá Biona)
75g kakó duft (t.d. frá Sólgæti)
100g hrátt hlynsíróp
4 dropar stevíudropar
1 tsk vanilludropar

páskaeggjaform

Kasjúhnetufylling
4 msk kasjúhnetusmjör (t.d frá Biona)
1 msk vegan smjör (t.d frá Earth Balance)
1 msk hlynsíróp
1 tsk vanilludropar
½ tsk maca duft (notið 1 tsk ef þið eruð vön að nota maca. Ég nota frá vivolife)
½ tsk lucuma (val, ég notaði frá Raw chocolate co.)
6-8 klípur salt

vegan hvítt súkkulaði til skreytingar (t.d frá Vivani)

1. Bræðið kakósmjör og kókosolíu yfir vatnsbaði. Hrærið saman kakódufti, hlynsírópi, stevíudropum og vanillu með gaffli þar til silkimjúkt.
2. Hellið þunnu lagi af súkkulaðinu yfir páskaeggjamót og frystið í 10 mín. Geymið súkkulaðið yfir vatnsbaði svo það stífni ekki.
3. Útbúið fyllingu á meðan með því setja allt í skál og hræra. Gott ráð til að fá silkimjúka karamellu er að setja allt í matvinnsluvél eða blandara.
4. Takið eggjamótið úr frysti og hellið öðru lagi af súkkulaði yfir. Frystið í 10 mín.
5. Bætið fyllingu í eggjamótið lauslega (c.a ein tsk í hvert) og hellið súkkulaði yfir. Sléttið úr með hníf og frystið á ný í 10-20 mín.
6. Bræðið hvítt súkkulaði og sléttið yfir ef þið viljið. Njótið.

Uppskriftin fyllir 6 eggja hálfmána eða tvö páskaeggjamót Uppskriftin var útfærð frá hefðbunda páskakonfektinu mínu- sjá uppskrift hér. 

Viltu ókeypis matarskipulagið mitt?

Ef þú hefur áhuga á fleiri uppskriftum og hugmyndum að því hvernig þú getur sparað þér tíma í eldhúsinu, þá mæli ég með að þú náir þér í matarskipulagið mitt sem er ókeypis hér!

Þetta skjal inniheldur nokkrar af mínum uppáhalds uppskriftum og ráðum sem ég nota sjálf daglega. Ef þú glímir við tímaleysi, skipulagsleysi og veist aldrei hvað þú átt að borða, get ég lofað þér að matarskipulagið mun koma þér af stað.

Smelltu hér til að skrá þig og fá matarskipulagið mitt!

Ég vona að þú prófir og mundu svo að deila á samfélagsmiðlum!

Heilsa og hamingja, 

jmsignature