Fara í efni

Hafravöfflur með súkkulaðibitum – skemmtilegur morgunverður um helgar

Sætar og brakandi hafravöfflur með súkkulaðibitum eru toppurinn á helgarbröns.
Hafravöfflur með súkkulaðibitum – skemmtilegur morgunverður um helgar

Sætar og brakandi hafravöfflur með súkkulaðibitum eru toppurinn á helgarbröns.

Þessar eru glútenlausar og hollar, gerðar úr hinu besta hráefni og þú ættir að skella þessari í uppskriftarsafnið.

Þessi uppskrift er fyrir  4-5 vöfflur og einfalt er að stækka uppskrift.

Hráefni:

2 bollar af hafrahveiti – sjá neðar

2 msk af kókóshveiti

2 tsk af matarsóda

Klípa af salti

1 stór banani, stappaður

¼ bolli af kókosolíu, fljótandi – ásamt meiru fyrir vöfflujárnið

1 stórt egg

1 bolli af ósætri möndlumjólk – plús meira því deig þykknar

1 tsk vanilla extract

¼ bolli af súkkulaðibitum – helst dökkum

Leiðbeiningar:

Blandið saman hafrahveiti, kókóshveiti, matarsóda og salti í stóra skál.

Og í aðra skál skal setja bananann, kókósolíu, eggið, möndlumjólkina og vanilluna.

Hrærið saman og setjið svo saman við þurrefnin. Hrærið súkkulaðibitum saman við. Látið blöndu standa í 5 mínútur.

Hitið nú vöfflujárnið og burstið kókókolíu á járnið.

Bætið nú smá meira af möndlumjólk í deig ef það er of þykkt.

Setjið nú 1/3 af bolla á vöfflujárn og látið bakast samkvæmt leiðbeiningum ykkar járns.

Berið fram strax og vöfflur eru bakaðar, má nota hnetusmjör eða toppa með ykkar uppáhalds.

Ef ekki á að borða strax þá má frysta vöfflur.

Ps: til að gera hafrahveiti þá skellið þið höfrum í blandara og látið þeytast vel.

Njótið!