Fara í efni

Ef vísindin segja það þá hlýtur þetta að vera satt – súkkulaði í morgunmat!

Jæja sætabrauðin mín, ég hef hér fréttir sem eru ansi spennandi fyrir ykkur. Nú hefur það verið vísindalega sannað að það er gott að borða súkkulaði í morgunmat…og já bíddu, það stuðlar að þyngdartapi.
Ef vísindin segja það þá hlýtur þetta að vera satt – súkkulaði í morgunmat!

Jæja sætabrauðin mín, ég hef hér fréttir sem eru ansi spennandi fyrir ykkur.

Nú hefur það verið vísindalega sannað að það er gott að borða súkkulaði í morgunmat…og já bíddu, það stuðlar að þyngdartapi.

Allir vita í dag að morgunverðurinn er mikilvægasta máltíð dagsins. En veistu hvað? Þú getur skellt morgunkorninu í ruslið og sest niður með gott súkkulaði og þá er ég ekki að tala um mjólkursúkkulaði, ó nei, heldur þetta dökka góða sem gert er úr hrá cacao baunum. Himnest ekki satt! Eða of gott til að vera satt ?

Ég veit ekki hvort þið trúið þessu en það eru sönnunargögn á bak við þessa rannsókn.

Samt ekki stökkva út í búð núna og versla fulla körfu að súkkulaði.

Samkvæmt nokkrum rannsóknum þá hefur það sýnt að ef þú byrjar daginn á súkkulaði, á þeim tíma sem að brennsla líkamans er að byrja í fullri vinnu, þá er í lagi að sleppa hafragrautnum og fá sér dökkt súkkulaði. Einnig má blanda því saman við hafragrautinn.

Teymi af fólki sem vann við rannsóknir á þessu frá Háskólanum í Tel Aviv, komust að því að blanda súkkulaði saman við prótein og kolvetni í morgunmat ver líkamann gegn sykurlöngun út daginn. Þetta þýðir einfaldlega að þú ert búin að fá sykur skammt dagsins strax á morgnana og ert minna líkleg til að sækja í sykur sætindi þegar líða fer á daginn. Þetta er spennandi.

Þessi rannsókn stóð yfir í 32 vikur og það voru 193 aðilar sem tóku þátt í henni. Enginn af þessum aðilum var með sykursýki né þjáðist af offitu.

Þessum aðilum var skipt í tvo hópa. Í hóp eitt var fólkinu gefinn 300 kaloríu morgunmatur daglega en í hóp tvö fengu þau 600 kaloríur í morgumat sem innihélt súkkulaðibúðing.

Professor Daniela Jkubowicz sem fór fyrir rannsókninni skráði að borða kaloríu ríkan morgunverð sem innihélt sykur var í raun góður fyrir líkamann. Hópur tvö sem fékk súkkulaði búðinginn með sínum morgunverði missti að meðaltali 16 kílóum meira en hópur eitt. Sem sagt, súkkulaði búðingurinn hélt fólkinu frá sætindum það sem eftir var dags.

Þið getið þakkað þessari rannsókn það að nú má fá sér súkkulaði með morgunverðinum.

Einnig hefur komið fram í rannsókn sem fór fram hjá The Maine-Syracuse Longitudinal að dökkt súkkulaði er afar hollt fyrir heilann.

Það getur bætt minnið og einbeitingu.

Passið bara að kaupa gæða dökkt súkkulaði því það er nefnilega afar gott saman við hafragraut eða, þá má neyta þess eftir ristaða brauðið og avókadó.

En hafið ávallt í huga, allt er gott í hófi.

Heimild: auntyacid.com