Fara í efni

Besta brownie í heimi með möndlusmjörkremi og poppuðu kínóa

Þessi ekta súkkulaðibrownies með möndlusmjörkremi og poppuðu kínóa er leyfileg með góðri samvisku í sykurlausu áskoruninni sem hófst í gær. Ertu ekki örugglega búin/n að skrá þig? Árlega áskorunin hefur aldrei verið vinsælli en nú! Hátt í 29 þúsund byrjuðu sykurleysið í gær og ætla sér að minnka sykurinn næstu 14 daga. Ég vonast til að hafa þig með líka! Þetta er einstakt tækifæri til að fá uppskriftir sem slá á sykurlöngun og auka orkuna ásamt innkaupalista og ráðum sem hjálpa þér að minnka sykur í daglegu lífi alveg ókeypis! Smelltu hér til að skrá þig til leiks, þú færð fyrstu uppskriftirnar sendar um hæl!
Besta brownie í heimi með möndlusmjörkremi og poppuðu kínóa

Þessi ekta súkkulaðibrownies með möndlusmjörkremi og poppuðu kínóa er leyfileg með góðri samvisku í sykurlausu áskoruninni sem hófst í gær. Ertu ekki örugglega búin/n að skrá þig?

Árlega áskorunin hefur aldrei verið vinsælli en nú! Hátt í 29 þúsund byrjuðu sykurleysið í gær og ætla sér að minnka sykurinn næstu 14 daga. Ég vonast til að hafa þig með líka! Þetta er einstakt tækifæri til að fá uppskriftir sem slá á sykurlöngun og auka orkuna ásamt innkaupalista og ráðum sem hjálpa þér að minnka sykur í daglegu lífi alveg ókeypis! 

Smelltu hér til að skrá þig til leiks, þú færð fyrstu uppskriftirnar sendar um hæl! 

Aftur að þessum djúsí súkkulaðibrownies.  Þurfum við eitthvað að ræða þær eða?

Eftir að ég gerði þær fyrst var ekki aftur snúið og nú þurfa þær að eiga sér heimastað í frystinum hjá mér svo ég eigi eitthvað að grípa í þegar mig langar í súkkulaði! Enda blandan af súkkulaðibrownie botni með mjúku möndlusmjöri og stökku kínóa engu lík og algjörlega fullkomin að mínu mati.

Mætti lýsa þessum brownies sem.. 

  • stökkar að ofan
  • bráðna í munni
  • fágaðar
  • einfaldar og fljótlegar í gerð

Ég held að þær, ásamt uppskriftum áskorunar eigi eftir að sanna fyrir þér hversu gott hægt er að hafa það án hvíts sykurs. Í áskorun notumst við við náttúrulega sætugjafa eins og steviu, döðlur og kókospálmanektar sem dæmi. Allt eru þetta sætugjafar sem eru lágir í frúktósa og þar af leiðandi betri fyrir heilsuna.

DSC_1375

Brownie með möndlusmjörkremi og poppuðu kínóa

Súkkulaðibrownie
1 ½ bolli valhnetur (einnig má nota möndlur eða pekanhnetur)
½ bolli kókosmjöl eða kókoshveiti (ég notaði fínmalað kókosmjöl)
-
1 ½  bollar medjool döðlur (ég kaupi í grænmetiskælinum í Costco)
½ bolli hemp fræ
2 msk  kakó
salt

Möndlusmjörkrem
½ bolli möndlusmjör (eða ein 179 gr krukka)
2 msk kókosolía
3 msk kókoskrem (ég notaði creamed coconut frá Cocofina sem fæst í bleikum kassa í Nettó)
salt

Ofaná
poppað kínóa (quinoa puffs, frá Nature crops sem fæst í Nettó)

1. Leggið hnetur í bleyti yfir nóttu eða í 5 klst. 

2. Bræðið kókosolíu og kókoskrem í vatnsbaði.

3. Skolið af hnetunum og vinnið þær í matvinnsluvél þar til muldnar niður. Bætið við kókosmjöli og malið niður fínt. Sameinið rest af þurrefnum í matvinnsluvélina og vinnið. Bætið við döðlum ef þið þurfið en blandan ætti að mynda deigkúlu. 

4. Þjappið botnin í 15x15 cm kassalaga form fyrir þykkar brownies, notið stærra form fyrir þynnri súkkulaðiköku.

5. Skolið af matvinnsluvél. Setjið öll hráefnin kremsins í matvinnsluvél og vinnið.

6. Hellið kreminu yfir botninn og dreifið poppuðu kínóa yfir. Frystið í minnsta kosti 3 klst en kakan geymist í allt að 3 mánuði eða lengur í frysti.

7. Skerið í ílanga bita og njótið. Geymist fersk í kæli í allt að viku og lengur í fyrsti.

DSC_1403 

Ekki gleyma að skrá þig í ókeypis sykurlausu áskorunina hér fyrir fleiri girnilegar uppskriftir eins og þessa!

Endilega deilið á samfélagsmiðlum og ekki gleyma að merkja @julias.food á Instagram þegar þú gerir þær!

Heilsa og hamingja

jmsignature