Fara í efni

Suðrænt saltfisksalat

Hér er einfaldur og jafnframt sérlega ljúffengur forréttur sem slær alltaf í gegn. Fyrir 6 manns.
Suðrænt saltfisksalat

Hér er einfaldur og jafnframt sérlega ljúffengur forréttur sem slær alltaf í gegn.


Þessi uppskrift er fyrir 6 manns.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hráefni:

Sérútvatnaður saltfiskur frá Ektafiski, 800 – 1.000 gr. (má einnig vera útvatnaður)
Sólþurrkaðir tómatar í olíu
Grænar ólífur m/papríku
Svartur pipar
Valkvætt: Kapers, blaðlaukur og steinselja

Dressing:

Majones
Sýrður rjómi
Appelsínuþykkni

Saltfiskurinn er settur í pott og hitaður þar til suðan kemur upp. Leyfið
fisknum að kólna örlítið. Allt skorið svo og saxað og blandað saman í skál.
Notið olíuna af tómötunum og bætið við ólífuolíu ef þarf. Fínt að láta salatið
jafna sig í ísskáp í 1-2 klukkutíma áður en það er borið fram.
Blandið saman majonesinu og sýrða rjómanum í aðra skál, helming á móti helmingi,
og bætið appelsínuþykkninu út í eftir smekk. Fínt að hafa appelsínubragðið
frekar ákveðið.

Borið fram með baguette brauði.

Bon appétit!

Uppskrift frá strákunum hjá Ektafisk á Hauganesi.