Fara í efni

Fiskur í einum grænum en samt í sparifötum

Mánudagsfiskurinn.
Fiskur í einum grænum en samt í sparifötum

Flottur fiskréttur fyrir mánudaginn.

En auðvitað á að borða fisk oftar en einu sinni í viku. 

Hráefni:

600 g hvítur stífur fiskur, skorinn í bita
sjávarsalt og svartur pipar
70 g spínat, gróft saxað
3 dl matreiðslurjómi
1 dl rúmlega af paprikumauki, t.d. Aivar eða grillaðar, maukaðar paprikur
30 g smjör
½ stk. baguette, skorið í litla bita eða þrjár stórar súrdeigsbrauðsneiðar, skornar í litla bita
1 dl gratínostur, rifinn

Aðferð:

Stillið ofninn á 180°C. Þerrið fiskinn og leggið í olíuborið eldfast mót. Saltið og piprið fiskinn, en sparlega þó. Raðið spínati frjálslega á milli fiskbitanna og hrærið saman í skál matreiðslurjóma og paprikumaukinu. Ef þið eigið ekki paprikumauk er einfaldlega hægt að grilla paprikur þar til svartar, geyma svo í 10 mínútur í skál með matarfilmu yfir, rífa síðan brennda skinnið af og mauka. Hellið rjómasósunni yfir fiskinn. Bræðið smjör og veltið brauðbitunum upp úr smjörinu. Setjið brauðið síðan ofan á fiskinn og sáldrið ostinum yfir. Bakið í 20 mínútur. 

Höfundur: Erna Sverrisdóttir

Af síðu gottimatinn.is