Fara í efni

Ektafiskur á Hauganesi gefur okkur uppskrift af skötu

Það er hefð hjá mörgum að borða skötu á Þorláksmessu.
Ektafiskur á Hauganesi gefur okkur uppskrift af skötu

Það er hefð hjá mörgum að borða skötu á Þorláksmessu.

 

Við báðum strákana hjá Ektafiski á Hauganesi að gefa okkur þeirra bestu uppskrift.

 

 

 

 

 

Svona er þeirra útfærsla:

Best er að hita vatn í stórum potti og bæta skötunni út í um leið og suðan kemur upp.

Þegar suðan næst upp aftur má segja að skatan sé tilbúin, það þarf bara að passa að ekki freyði upp úr.

Næst á svo að taka skötuna af hellunni og láta hana standa í dágóða stund, a.m.k 15 mínútur.

Og með skötunni mæla þeir með kartöflum, rófum og gulrótum og ofan á herlegheitin má svo bæta við bræddu íslensku smjöri, hangifloti, hamsatólgi eða janfvel hnoðmör fyrir þá allra hörðustu.

Strákarnir hjá Ektafiski á Hauganesi senda ykkur svo bestu kveðjur að norðan.

Og hér er Facebook síðan þeirra www.facebook.com/Ektafiskur

Ef það eru skötuaðdáendur þarna úti sem eiga góða uppskrift þá endilega sendið okkur ykkar uppskrift.

Njótið vel !