Fara í efni

Bakaður lax með dásamlegri hvítlaukssósu

Í þessa uppskrift á að nota villtan lax því hann er fullur af omega-3 fitusýrum. Eldislax er alls ekki hollur og er mælt gegn því að borða hann.
Bakaður lax með dásamlegri hvítlaukssósu

Í þessa uppskrift á að nota villtan lax því hann er fullur af omega-3 fitusýrum.

Eldislax er alls ekki hollur og er mælt gegn því að borða hann.

Þessi uppskrift er fyrir tvo.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hráefni laxinn:

2 flök af villtum lax – frosin

1 msk af ferskum sítrónusafa

½ bolli af vatni

1 msk af virgin kókósolíu

1 tsk af sjávarsalti

Hráefni í sósu:

3 msk af létt majónesi eða sýrðum rjóma. (hægt er að búa til sitt eigið majónes sem er miklu hollara)

2 hvítlauksgeirar – pressaðir

½ tsk af svörtum pipar

¼ tsk af cayenne pipar

¼ tsk af turmeric

1 tsk af sinnepsfræjum – möluðum

Leiðbeiningar:

Forhitið ofninn í 200 gráður.

Setjið laxaflökin í fat úr gleri sem má fara í ofn, ofan á flökin skal setja sítrónusafann, kókósolíuna og saltið. Setjið lok á fatið og bakið þar til flökin eru mjúk, þetta tekur um 15-20 mínútur. Passið bara að þau brenni nú ekki.

Á meðan fiskurinn bakast þá skal taka majónesið/sýrðarjómann, hvítlaukinn, svarta piparinn, cayenne piparinn, turmeric og sinnepsduftið og setja í skál og blandað öllu vel saman.

Takið laxinn úr ofninum þegar hann er tilbúinn og fjarlægið mestan vökvann úr fatinu. Setjið núna blönduna úr skálinni yfir fiskinn og skellið aftur í ofninn með grillið á í 3 mínútur.

Berið fram með ykkar uppáhalds salati og avókadó sneiðum. 

Flottur réttur fyrir tvo.

Njótið vel!