Fara í efni

GEGGJAÐ Avókadó kjúklinga salat – fullkomin máltíð

Ef þig vantar auðvelda leið til að elda kjúkling sem nota á í salat þá er þetta leiðin: Taktu beinlausan og skinnlausan kjúkling og settu á pönnu á háan hita og láttu vatn fljóta yfir hann. Látið suðuna koma upp, setjið lok á pönnu og lækkið hitann vel.
GEGGJAÐ Avókadó kjúklinga salat – fullkomin máltíð

Ef þig vantar auðvelda leið til að elda kjúkling sem nota á í salat þá er þetta leiðin: Taktu beinlausan og skinnlausan kjúkling og settu á pönnu á háan hita og láttu vatn fljóta yfir hann. Látið suðuna koma upp, setjið lok á pönnu og lækkið hitann vel.

Leyfið að malla í hálftíma, takið kjúkling og setjið á skurðbretti og leyfið honum að kólna í hálftíma. Ef kjúklingur er eldaður svona þá er afar einfalt að rífa hann niður til að nota í salat. Einnig má gufusjóða kjúklinginn í þar til gerðum potti.

Uppskrift er fyrir tvo.

Hráefni:

2 kjúklingabringur, bein og skinnlausar – eldaðar og rifnar niður

½ bolli af ferskum basilíku laufum – fjarlægja stilkinn

2 lítil avókadó – þroskuð, hreinsa og fjarlæga hýði

2 msk af extra virgin ólífuolíu eða nota þína uppáhalds

½ tsk af sjávarsalti – eða eftir smekk

1/8 tsk af ferskum svörtum pipar – eða eftir smekk

Það sem þú þarft:

Matarvinnsluvél

Skeið til að hræra með

Mælibolli og mæliskeiðar

Meðal stór skál

Leiðbeiningar:

  1. Takið eldaða kjúklinginn og rífið niður og setjið í meðal stóra skál.
  2. Setjið basilíkublöð, avókadó, olíuna, saltið og svarta piparinn í matarvinnsluvél og látið blandast þar til mjúkt. Notaðu spaða til að hreinsa af hliðum skálar og blandaðu svo betur.
  3. Helltu þessari blöndu í skálina með kjúklingnum og hristið saman – allt á að blandast vel. Smakkið til með salti og pipar.
  4. Geymið í ísskáp þar til salat er borið fram.

Njótið vel!