Fara í efni

Eggjasalat með avókadó og beikoni - KETO

Eggjasalat með avókadó og beikoni - KETO

Hér er að finna einfalda og afar bragðgóða uppskrirft af vef gottimatinn.is

Innihald:
5 stk. harðsoðin egg
1 stk. avókadó
150 g stökkt beikon, gott að hafa meira til skrauts
2 msk. grísk jógúrt frá Gott í matinn
3 msk. sýrður rjómi frá Gott í matinn
safi úr hálfri límónu
salt, pipar og chiliduft eftir smekk

Aðferð:
  1. Skerið niður egg og avókadó í litla bita, myljið/klippið beikonið og saxið laukinn.
  2. Blandið jógúrt, sýrðum rjóma og límónusafa saman í skál, kryddið til með salti, pipar og smá chilidufti.
  3. Hellið öllum hráefnunum saman við jógúrtblönduna og blandið vel.
  4. Salatið hentar vel með stökku kexi eða grófu, ristuðu brauði.

Salatið fellur undir lágkolvetna og keto mataræði.

Höfundur: Berglind Hreiðarsdóttir