Fara í efni

Syndsamlega gott og einfalt jólagóðgæti – Súkkulaði, karamella og salt

Ég lofa ykkur því að þið verðið ekki svikin af þessu æðislega jólagóðgæti.
Syndsamlega gott og einfalt jólagóðgæti – Súkkulaði, karamella og salt

Ég lofa ykkur því að þið verðið ekki svikin af þessu æðislega jólagóðgæti.

Ef þér finnst súkkulaði, karamella og salt vera góð blanda þá er þetta klárlega eitthvað fyrir þig.

Einfalt og fljótlegt

Það sem er líka mikill kostur er að þetta er afskaplega einfalt og fljótlegt í framkvæmd. Og það er nokkuð sem mér líkar. Mesti tíminn fer raunverulega í að kæla þetta niður áður en maður getur ráðist á þetta góðgæti og hakkað í sig.

Og já, þegar maður byrjar – getur maður ekki hætt!

Ég bauð upp á þetta góðgæti sem eftirrétt í matarboði núna á aðventunni og eins og við var að búast var þetta fljótt að hverfa. Enda alveg syndsamlega gott.

Það sem þarf

40 stk Ritz kex

1 bolli smjör

1 bolli sykur

½ tsk salt

1 tsk vanilludropar

2 pokar Rjómasúkkulaðidropar frá Nóa Siríus

kökuskraut

Aðferð

Hitið ofn að 180 gráðum.

Takið ofnskúffu og hyljið hana með álpappír. Spreyið á pappírinn með bökunarspreyi. Ég braut síðan pappírinn aðeins inn því 40 kökur þekja ekki alla skúffuna. Ekki freistast til þess að setja fleiri kökur því þá verður karamellan ekki nógu þykk ofan á.

Raðið kexkökunum þétt í ofnskúffuna.

Setjið smjör, sykur og salt í litla pönnu og bræðið við meðalhita. Látið allt bráðna saman og . . . LESA MEIRA