Fara í efni

Ostabollar með blómkáli og makkarónum

Flott í afmælið fyrir börnin og fullt af hollustu.
Ostabollar með blómkáli og makkarónum

Flott í afmælið fyrir börnin og fullt af hollustu.

Fullorðnir mega líka borða þessa snilldar ostabolla því þeir innihalda afar fáar kaloríur.

Undirbúningstími eru 10 mínútur.

Eldunartími eru 45 mínútur.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hráefni:

1 ½ bolli af óelduðum makkarónum

1 bolli af blómkáli – notast við blómin sjálf

4 ½ msk af olíu eða léttu smjöri (olivio)

1/3 bolli af glútenlausu hveiti – FINAX

1 ¾ bolli af undanrennu

1 bolli af cheddar osti 2%

¼ bolli af grísku jógúrt

1 msk af laukdufti

Salt og pipar eftir smekk

Spray til að deigið festist ekki í múffu forminu (non-stick cooking spray)

Leiðbeiningar:

  1. Forhitið ofninn í 180 gráður og spreyjið múffu formin eða notið smjör til að smyrja þau að innan.
  2. Taktu meðal stóran pott og eldaðu makkarónur eins og leiðbeiningar segja til um.
  3. Taktu nú annan pott og helltu í hana 4 bollum af vatni, láttu suðuna koma upp og bættu blómkálinu saman við. Láttu þetta malla í 12-15 mínútur. Notið sigti þegar blómkáli er hellt úr pottinum.
  4. Á meðal stóra pönnu skaltu bræða smjörið yfir meðal hita, hræra saman við það hveitið og svo hræra mjólkinni saman við. Passið að hræra stöðugt.
  5. Látið suðuna koma upp og lækkið þá hitann. Blandan á pönnunni á að þykkna. Bætið við jógúrt, osti, laukdufti, salti og pipar.
  6. Nú má setja makkarónur og blómkálið saman við og notist við skeið til að blanda þessu öllu vel saman.
  7. Takið svo skeið og skellið blöndunni í múffuformin.
  8. Bakist við 180 gráður í 20-25 mínútur eða þar til toppurinn er gylltur.

Það er mjög einfalt að margfalda þessa uppskrift og t.d bjóða upp á svona ostabolla í barnaafmælum.

Njótið vel!