Fara í efni

Blómkáls „vængir“ með hnetusmjöri

Við vitum að blómkál hefur ekki vængi en þessi uppskrift er svona í anda „buffalo wings“.
Ekkert smá girnilegt
Ekkert smá girnilegt

Við vitum að blómkál hefur ekki vængi en þessi uppskrift er svona í anda „buffalo wings“.

Klístraðir, saltaðir, kryddaðir og algjörlega ávanabindani: þessir klístruðu hnetusmjörs blómkáls „vængir“ geta verið meðlæti en þessi uppskrift fær alla til að líta framhjá aðalréttinum og grípa í klístraðan blómkáls „væng“.

 

 

Þessi uppskrift er: mjólkurlaus, sykurlaus, hveitilaus og frábær fyrir börnin.

Hráefni:

1 meðal stór blómkálshaus

1 msk af hnetusmjöri (sykurlausu)

2 tsk af lífrænni kókóshnetuolíu (um 20g)

1 msk tamari eða önnur góð soja sósa

Safi úr hálfu lime (geymdu hinn helminginn)

1 tsk af garam masala

Leiðbeiningar:
  1. Forhitið ofninn í 180 til 200 gráður.
  2. Skerið blómkálið í bita og setjið á bökunarplötu með restinni af hráefninu, passa að hver biti af blómkáli sé hulinn vel af blöndunni.
  3. Dreifið blómkálinu jafnt yfir plötuna.
  4. Hyljið með álpappír og setjið ofarlega í ofninn í 15 mínútur.
  5. Fjarlægið álpappír, hrærið í blómkálinu og setjið aftur í ofninn án álpappírs í 10 mínútur til að ná fram krisp áhrifum.
  6. Berið fram og kreistið lime safa yfir og kryddið með svörtum pipar.

Það væri gaman að heyra frá ykkur sem prufið þessa uppskrift.

Munið okkur á Instagram #heilsutorg #uppskriftir #blómkálsréttir