Fara í efni

Magnesíum drykkurinn sem slær á sykurþörf og bætir svefn!

Könnumst við ekki flest við það að ráfa um í eldhúsinu eftir kvöldmat, opna alla skápa í leit að einhverju snarli? Ætti ég að borða þetta suðusúkkulaði? Er klukkan orðin of mikið? Þú veist hvað ég meina.. Við höfum öll verið þarna. Ef þú tengir, mun þessi létti drykkur vera himnasending fyrir þig!
Magnesíum drykkurinn sem slær á sykurþörf og bætir svefn!

Könnumst við ekki flest við það að ráfa um í eldhúsinu eftir kvöldmat, opna alla skápa í leit að einhverju snarli?

Ætti ég að borða þetta suðusúkkulaði? Er klukkan orðin of mikið?

Þú veist hvað ég meina.. Við höfum öll verið þarna. 

Ef þú tengir, mun þessi létti drykkur vera himnasending fyrir þig!

Drykkurinn er…

  • einfaldur
  • fljótlegur
  • frábær til að slá á sykurlöngun
  • dásamlega bragðgóður

Drykkurinn er líka algjör snilld ef þú glímir við svefnvandamál, þar sem hann er mjög ríkur af magnesíum sem meðal annars hefur slakandi áhrif. Magnesíum hefur einnig jákvæð áhrif á liðina, meltinguna, taugakerfið, ásamt því að draga úr löngunum í óhollustu.

Í drykkinn nota ég magnesíumrík hráefni eins og brasilíuhnetur, hörfræ og banana. 

Að neyta nóg af magnesíum hefur hjálpað mér að bæta svefninn til muna, dregur verulega úr sykurlönguninni og hjálpar líkama mínum að ná endurheimt eftir æfingar. Þar að auki heldur magnesíum meltingunni minni í góðu standi!

Ég fékk innblásturinn af þessum drykk frá henni dásamlegu Luice hjá Green Kitchen Stories, kallar hún hann “Good night smoothie” eða “Góða nótt drykkinn”.

En nóg um það! Við skulum vinda okkur í uppskriftina. 

Byrjið á því að leggja hnetur í bleyti um morguninn eða kvöldið áður.  Byrjið á að skola af hnetum í sigti. Við ferlið að leggja í bleyti og skola af með fersku vatni losnar um ensymhindranir í hnetum sem eykur upptöku þeirra. Í einföldu máli þýðir það að þær verða betri fyrir meltinguna og næringarefni sem og prótein verða auðveldari fyrir líkamann að vinna úr.

-

Setjið svo öll hráefnin (sjá uppskrift neðar) í könnuna og hrærið, ég bætti við smá artic tyme sem er róandi jurt (sem hefur einnig góð áhrif á tíðahringinn) og það kom ekkert smá vel út. Íslenskt og hreint.

Magnesíum drykkur fyrir kvöldin

¼ bolli brasilíuhnetur og 1 bolli vatn (sjá athugasemdir)
1 bolli vatn
½ banani
¼-1/2 tsk kanil
¼ tsk vanilladuft eða 2-3 vanilludropar
1 tsk hörfræ
1-2  msk kókospálmanektar síróp frá Biona
¼ -1/s tsk arctic thyme frá Íslensk hollusta (róandi jurt)

Um morguninn eða daginn áður:
Leggið brasilíuhnetur í bleyti.

1. Skolið af brasilíuhnetum í sigti. Setjið hnetur og vatn í blandara og vinnið í brasilíumjólk.

2. Setjið rest af hráefnum í blandara og vinnið þar til silkimjúkt. Smakkið til og bætið við meira af sætu eða kryddum eftir smekk.

3. Drekkið fyrir ljúfan og djúpan nætursvefn.

Athugasemdir:
* Einnig má nota 1 og ½ bolla af möndlumjólk í stað brasilíuhneta og vatns.
* Það má sleppa artic thyme. 

Láttu vita hvernig smakkast! Endilega deilið á Facebook og ef þú ert með mig á Instagram, taggaðu mig og ég mun gefa þér shout out!


Viltu fá ókeypis 1 dags matseðil úr hreinsun?

Komdu þér af stað fyrir haustið með margprófuðum hreinsunarmatseðli! Uppskriftirnar eru hannaðar til að brenna fitu, draga úr sykurlöngun, losa um verki og auka orkuna. Smelltu hér fyrir ókeypis matseðil, uppskriftir og innkaupalista. 

Heilsa og hamingja,

Júlía heilsumarkþjálfi