Freistandi kjúklingaréttur međ púrrulauk og sweet chili rjómasósu

Ein vinsćlasta uppskrift á Eldhúsperlum.com
Ein vinsćlasta uppskrift á Eldhúsperlum.com

Nú nálgast óđfluga sá tími ađ kona býr ekki lengur viđ ţann lúxus ađ geta myndađ kvöldmatinn í dagsbirtu. Ef ég á ađ segja alveg eins og er, ţá hlakka ég ekkert vođalega mikiđ til ţess tíma. Ţeir sem hafa myndađ mat, vita ađ dagsbirta er besti vinur fallegra matarmynda. Og ţegar mađur er ekki áhuga- eđa atvinnu ljósmyndari, á tiltölulega einfalda myndavél, kann nćstum ekkert í ljósmyndun og á ekki ljósmyndastúdíó, eru félagarnir myrkur og flass ekki bestu vinir manns. Mađur einfaldlega tekur ekki myndir af mat međ flassi, ţađ er agalegt! Annađ hvort ţarf ég ađ fara ađ elda matinn í hádeginu, finna eitthvađ út úr ţessu birtuveseni eđa einfaldlega taka myndir af matnum undir ljósunum í eldhúsinu hjá mér og vona ţađ besta. Ég hugsa ađ ţiđ fáiđ ađ sjá sitt lítiđ af hverju á komandi vetri. Ef ţiđ lumiđ á einhverjum góđum ráđum varđandi ţetta lúxusvandamál mitt, ţigg ég ţau međ ţökkum.

En ţá ađ uppskrift dagsins. Ţađ má međ sanni segja ađ ţessi kjúklingaréttur sé af sparilegri gerđinni. Rjómaostur og sýrđur rjómi spilar lykilhutverk í sósunni sem er einstaklega bragđgóđ međ sćtu og mildu chilli og púrrulauksbragđi. Rétturinn er til dćmis alveg kjörinn lágkolvetnaréttur, borinn fram međ fersku grćnu salati eđa blómkálsgrjónum. Sweet chilli sósuna er hćgt ađ fá sykurlausa t.d í Krónunni og sennilega víđar. Annars mćli ég nú alveg heilshugar međ ţessum einfalda og ljúffenga kjúklingarétti fyrir alla og hvet ykkur, kćru vinir til ađ prófa, ţetta er sannkallađur veislumatur.

Freistandi kjúklingur í púrrulauks og sweet chili rjómasósu (fyrir 5):

 • 5 kjúklingabringur, skornar í teninga (gúllas stćrđ)
 • 1 púrrulaukur, smátt skorinn
 • 2 dósir sýrđur rjómi
 • 1 lítil dós rjómaostur (125 gr)
 • 1 teningur kjúklingakraftur
 • 2 hvítlauksrif, smátt söxuđ eđa rifin
 • 4-5 msk sweet chilli sósa (eftir smekk)
 • 1 dl rifinn ostur
 • Salt og pipar

Ađferđ: Hitiđ ofn í 200 gráđur međ blćstri. Hitiđ pönnu međ smá smjöri eđa olíu, saltiđ og pipriđ kjúklingabitana og brúniđ ţá vel eđa ţar til ţeir eru nánast fulleldađir. Setjiđ kjúklinginn í eldfast mót. Lćkkiđ hitann á pönnunni, setjiđ smá olíu eđa smjör á pönnuna og steikiđ púrrulaukinn ţar til hann mýkist ađeins, ca. 3 mínútur.

Setjiđ rjómaostinn, sýrđa rjómann, kjúklingatening, hvítlauk og sweet chilli sósuna út á og leyfiđ ađ malla ađeins, smakkiđ til međ sweet chilli sósunni. Bćtiđ örlitlu vatni saman viđ sósuna ef ykkur finnst hún of ţykk. Stráiđ rifna ostinum yfir kjúklingabitana og helliđ sósunni ţví nćst yfir. Bakiđ í ofni viđ 200 gráđur í 15 mínútur eđa ţar til kraumar í sósunni og hún hefur tekiđ lit. Beriđ fram međ góđu grćnu salati og grjónum.

Birt í samstarfi viđ

og hér finnur ţú Eldhúsperlur.com á Facebook


Athugasemdir


Svćđi

 • Um Heilsutorg
 • Twitter
 • Heilsutorg á Facebook
 • RSS af heilsutorg
 • Mobile útgáfa af heilsutorg.com
 • Veftré