Fara í efni

Kjúklinga lasagna með pestó – dásamlegur réttur

Frábært lasagna með kjúkling í stað nautahakks.
Kjúklinga lasagna með pestó – dásamlegur réttur

Frábært lasagna með kjúkling í stað nautahakks.

Léttara í magann og afar bragðgott, enda stútfullt af osti.

 

 

 

 

 

 

 

 

Hráefni:

6 kjúklingabringur

100 gr ferskt pestó

3 kúlur af mozzarella

150 gr af ferskum parmesan – rífa hann niður

6 stórar ferskar lasagna plötur

10 basil lauf

2 hvítlauksgeirar – saxaðir mjög smátt

2 msk af ólífuolíu eða þinni uppáhalds olíu

2 ricotta ostar

1 tsk af grófu salti

1 tsk af ferskum pipar

Leiðbeiningar:

Byrjaðu á því að skera kjúklinginn niður og raða bitum á bakka með bökunarpappír.

Á kjúklinginn á að setja hvítlaukinn, basil, olíuna, salt og pipar. Nuddið öllum hráefnum vel á hvern bita.

 Látið grillast í 10 mínútur á háum hita. Gott að nota stórt samlokugrill eða álíka til að grilla kjúklingabitana.

Settu núna helminginn af eldaða kjúklingnum í botninn á lasagna fati.

Settu helming af ricotta osti ofan á og dreifðu svo helming af pesto yfir.

Toppið með 1/3 af parmesan og mozzarella. Setjið svo 3 lasagna plötur.

Endurtakið nákvæmlega eins og notið síðustu 3 lasagna plöturnar efst.

Toppið svo með mozzarella og parmesan.

Hyljið með álpappír og látið bakast í 25 mínútur á 200 gráðum. Takið álpappír af þegar 15 mínútur eru eftir.

Dásamlegur réttur, fljótlegur og flottur fyrir alla fjölskylduna.

Njótið vel!

Uppskrift af twistedfood.co.uk