Fara í efni

Kúrbíts-viðbit, afar einfalt og ofsalega gott

Hérna er flott uppskrift af viðbiti úr kúrbít (zucchini).
Kúrbíts-viðbit, afar einfalt og ofsalega gott

Hérna er flott uppskrift af viðbiti úr kúrbít (zucchini).

Þessi uppskrift gefur þér um tvo bolla af viðbiti.

 

 

Hráefni:

1 kg af kúrbít c.a

¼ bolli af ólífuolíu eða smjöri ef þú vilt það frekar

2 hakkaðir shallot laukar eða 2 hvítlauksgeirar kramdir (það má nota báða)

Salt og pipar

Leiðbeiningar:

Rífið kúrbítinn niður. Látið allan vökva leka af honum í sigti í 5 mínútur eða þar til þú ert tilbúin að byrja að elda.

Notaðu djúpa pönnu, hitaðu olíu á pönnunni. Létt steiktu allan laukinn.

Bættu nú kúrbít saman við og hrærðu vel. Láttu þetta eldast saman og hrærðu af og til. Hafðu hitann ekki of háan.

Eldaðu á pönnunni þar til kúrbíturinn er orðin maukaður.

Kúrbíturinn heldur græna litnum og hægt og rólega karmelaserar sig í hálfgert marmelaði sem er svo dásamlegt í stað smjörs ofan á brauð eða gróft kex.

Það má alltaf nota meira af kúrbít en þá er eldunartíminn bara lengri.

Þetta má geyma í lokuðu íláti í ísskáp í mánuð.

Njótið !