Fara í efni

Kvöldbitar til að klára frábæran dag

Kvöldbitar til að klára frábæran dag

 

 

 

 

 

 

 

Það er gömul saga og ný að ef þú vilt léttast þarftu að brenna meira en þú innbyrðir.  Fjöldi kaloría sem þú neytir skiptir öllu máli. 


Oft kemur hungrið með kvöldinu og mælum við með því að grípa einn af þessum
5 kvöldbitum til að seðja hungrið. Þeir eru ekki aðeins kaloríusnauðir heldur bragðast ótrúlega vel! 

1. Avacado með kotasælu 

Avakodo með kotasælu

Kotasæla er full af náttúrulegu próteini með fáar kaloríur. Sýnt hefur verið fram á 
að próteinríkt mataræði (sem samanstendur meðal annars af mjólkurafurðum) leiðir
til þyngdartaps. Kotasæla inniheldur einnig nauðsynlegu amínósýruna tryptófan, 
sem róar taugakerfið og auðveldar svefn. Ábending: Ef þú bætir smá avókadó við kotasæluna, 
útvegar þú líkama þínum hágæða fitusýrur. Þessar fjölómettuðu fitur eru góðar fyrir
kólesterólið og draga úr hættu á hjarta- og æðasjúkdómum. 

2. Gulrætur með hummus 

  Gulrætur með hummus

Fyrir þyngdartap á nóttunni: Skál með hummus dýfu 

Gulrætur með tveimur matskeiðum af hummus - þessi kvöldbiti er tilvalinn fyrir
þyngdartap. Dýrmætar fitusýrur, hágæða prótein og trefjar. 
Frábær fylling í maga með lágmarks kaloríufjölda. 

Ábending okkar: 
Besta leiðin er að gera dýfuna sjálf. Prófaðu þennan hummus.

3. Eplabátar með hnetusmjöri

 Epli með hnetusmjöri

Ef þú verður svöng/svangur á kvöldin, skaltu skera epli í sneiðar og setja eina
eða tvær teskeiðar af hnetusmjöri ofan á. Einfalt en ljúffengt!
Passaðu bara að nota náttúrulegt hnetusmjör.  
Það ætti ekki að innihalda pálmaolíu, sykur eða önnur aukaefni. 

4. Grísk jógúrt með bláberjum

 Grísk jógúrt með bláberjum 

Vissir þú að bláber eru mjög næringarríkur ávöxtur? Bláber innihalda fullt af
andoxunarefnum sem hafa jákvæð áhrif á ónæmiskerfið þitt ásamt því að vera lág
í káloríum. Með grískri jógúrt færðu próteinríkt, kaloríusnautt snarl sem gefur 
líkamanum nauðsynleg næringarefni yfir nóttina. 

Ertu vegan? 

Skiptu einfaldlega út sojajógúrt fyrir gríska jógúrt. Einn skammtur (250 g) gefur þér 10 g af próteini. 

5. Heilkornasamloka með skinku

  Heilkornasamloka með skinku

Tvær sneiðar af grófu ristuðu brauði með tveimur sneiðum af fitusnauðri skinku getur fullnægt
löngun áður en þú ferð að sofa. Þetta holla snarl hefur einnig þann aukabónus að vera lágt 
í kaloríum (aðeins 150 kaloríur í hverjum skammti) og gerir það fullkomið fyrir þyngdartap.
Auk þess gefur það þér 10 g af próteini. Prófaðu að bæta við nokkrum agúrkusneiðum 
eða tómötum til að fá smá auka næringu. 

Heimild: Runtastic