Fara í efni

Chia búðingur með kókós og jarðaberjum – fljótlegt og afar hollt

Þessi uppskrift er paleo og glútenlaus og bragðast alveg ofsalega vel.
Chia búðingur með kókós og jarðaberjum – fljótlegt og afar hollt

Þessi uppskrift er paleo og glútenlaus og bragðast alveg ofsalega vel.

Hráefni:

1 bolli af kókósmjólk í dós – ekki kaupa léttkókósmjólk

1 bolli af vatni

30 gr af frostþurrkuðum jarðaberjum

2 msk af ekta maple sýrópi

1/8 tsk af hreinu vanilla extract

6 msk af chia fræjum

Klípa af sjávarsalti

Ristaðar rifnar kókósflögur

Leiðbeiningar:

Blandið öllum hráefnum saman í blandara. Nema kókósflögum.

Látið blandast vel saman.

Hellið nú í tvær mason krukkur eða glös nú eða í skálar.

Hyljið og geymið í ísskáp í a.m.k tvær klukkustundir.

Þetta geymist í allt að þrjá daga í ísskáp.

Berið fram með ristuðum kókósflögum.

Njótið vel!