Avókadó-bollar međ bráđnum osti, beikonkurli og sjávarsalti – Uppskrift

Avókadó er fćđa guđanna ef svo má ađ orđi komast; sneisafullt af bráđhollum fitusýrum og einstaklega milt á bragđiđ. Vinsćl viđbót á salatdiska og líka ljúffengt eintómt.

En avókadó má hćglega baka í ofni líka, ađ ekki sé minnst á hversu ljúffengt aldinkjötiđ er međ steiktu beikonkurli og innbökuđu eggi, rifnum osti og klípu af sjávarsalti. Uppskriftin sem hér fer ađ neđan er örlítiđ laugardags ef ćtlunin er ađ reiđa fram á morgunverđarborđiđ, en getur líka hćglega hentađ sem léttur kvöldverđur á virkum degi.

Sáraeinfalt, pakkađ af nćringarefnum og svo er ţađ líka guđdómlega ljúft á bragđiđ!  

U P P S K R I F T:

1 međalstór avókadó

2 egg

1 msk af smátt skornu beikonkurli, međalsteiktu

1 msk af rifnum osti

Klípa af sjávarsalti

L E I Đ B E I N I N G A R:

#1 – Forhitiđ ofninn í 220 gráđur Celcius

#2 – Helmingiđ avókadóaldiniđ og fjarlćgiđ steininn, skafiđ varlega úr miđjunni međ ágćtri matskeiđ svo rými verđi fyrir eggiđ.

#3 – Ágćtt er ađ tylla avókadóaldininu á múffuform svo verđi stöđugt í ofninum međan á bökun stendur.

#4 – Brjótiđ eggiđ og helliđ í miđjuna á aldinkjötinu, stráiđ rifnum osti yfir eggiđ og látiđ gjarna klípu af salti fylgja međ. Toppiđ međ steiktu beikonkurli.

#5 – Eldiđ í 14 – 16 mínútur. Beriđ fram heitt.

Verđi ykkur ađ góđu!

Uppskrift af vef sykur.is

 

 

 

Athugasemdir


Svćđi

  • Um Heilsutorg
  • Twitter
  • Heilsutorg á Facebook
  • RSS af heilsutorg
  • Mobile útgáfa af heilsutorg.com
  • Veftré