Fara í efni

Suðrænn og seiðandi smoothie með granateplum og kókós

Ef þú ert að byrja í smoothie tískunni þá er þessi einn af þeim bestu fyrir byrjendur. Einnig ef börnunum langar í eitthvað sætt þá er tilvalið að búa þennan til í stað þess að rétta þeim sætindi.
Suðrænn og seiðandi smoothie með granateplum og kókós

Ef þú ert að byrja í smoothie tískunni þá er þessi einn af þeim bestu fyrir byrjendur.

Einnig ef börnunum langar í eitthvað sætt þá er tilvalið að búa þennan til í stað þess að rétta þeim sætindi.

Allir ávextirnir eru frosnir því sorbet áferðin gerir drykkinn alveg geggjaðan.

Og það besta er, ef þú vilt gera þennan ennþá bragðbetri, helltu honum þá í skál og toppaðu með dökku hrá súkkulaði eða kakódufti.

Uppskrift er fyrir einn drykk.

 

 

 

 

 

 

Hráefni:

1 frosinn banani

½ bolli af frosnu mangó

½ bolli af frosnum hindberjum

2 tsk af granatepladufti – má einnig nota frosið granatepli

1 tsk af kókósnektar – eða öðru sætuefni þó þetta sé best

1-2 bollar af kókóshnetuvatni

Leiðbeiningar:

Leyfið ávöxtunum að þiðna í c.a korter.

Skellið svo öllu saman í blandarann og dúndrið á góðan hraða og látið blandast þar til drykkur hefur skemmtilega sorbet áferð.

Hellið í glas eða í skál og toppið með súkkulaðinu.

Njótið vel!