Fara í efni

Morgunverður – Smoothie með Bláberjum, banana og chia fræjum

Það sem er svo frábært við þessa smoothie „drykki“ er að þú getur bæði borðað þá úr skál með skeið eða drukkið úr stóru góðu glasi eða krukku.
Hér er drykknum helt í skál
Hér er drykknum helt í skál

Það sem er svo frábært við þessa smoothie „drykki“ er að þú getur bæði borðað þá úr skál með skeið eða drukkið úr stóru góðu glasi eða krukku.

Þessi er dásamlegur og til þess að njóta sem best því sem drykkurinn er toppaður með þá mæli ég með skál og skeið.

Undirbúningstími eru um 10 mínútur og drykkur er fyrir einn.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hráefni:

1 bolli af frosnum bláberjum

3 frosnir bananar + einn vel þroskaður banani

1 bolli af möndlumjólk eða mjólk að eigin vali

1 msk af chia fræjum

1 tsk af kanil

3 döðlur

1 tsk af sesam fræjum

1 tsk af rifinni kókóshnetu

1 tsk af graskersfræjum

1 bolli af jarðaberjum

2 döðlur

Leiðbeiningar:

  1. Settu bláberin, banana, döðlur, mjólkina og  chia fræin í blandarann og láttu blandast þar til mjúkt. Ath að nota ekki þroskaða bananann eða neðri 2 döðlurnar.
  2. Má bæta við meiri mjólk ef ykkur finnst þetta of þykkt.
  3. Helltu þessu í skál eða krukku.
  4. Toppaðu með auka þroskaða banananum og bláberjum.
  5. Dreifðu svo sesam og graskersfræjum yfir.
  6. Til að gera jarðaberjahjörtun þá skaltu taka döðlurnar þessar 2 og jarðaberin og skella í blandarann. Settu svo blönduna í sílikon form sem er hjartalagað og láttu í frysti þar til þau eru orðin hörð.

 

Drekkið eða borðið strax og njótið vel!