Fara í efni

MOGUNVERÐUR: Bláberjadrykkur með súkkulaðiflögum, eplum og chia fræjum

Vá, það þarf ekki að tíunda hversu hollur þessi drykkur er, eða eins og margir gera, setja hann í skál og borða með skeið.
MOGUNVERÐUR: Bláberjadrykkur með súkkulaðiflögum, eplum og chia fræjum

Vá, það þarf ekki að tíunda hversu hollur þessi drykkur er, eða eins og margir gera, setja hann í skál og borða með skeið.

Þetta er eins og að byrja daginn á eftirrétti sem er stútfullur af næringarefnum og fyllir magann vel fram eftir degi.

Uppskrift fyrir einn.

Hráefni í grunn:

1 frosinn banani

1 bolli af bláberjum – mega vera frosin

1tsk af ósætu cocoa dufti

1 bolli af möndlumjólk

Toppar:

½ epli, skorið  í bita

1/8 bolli af hindberjum

1 msk af súkkulaðiflögum – nota dökkt súkkulaði

1 tsk af chia fræjum

1 tsk af maple sýrópi

Leiðbeiningar:

  1. Gerið grunninn. Setjið banana, bláber, cocoa og möndlumjólk í blandara og blandið þar til mjúkt. Hellið í skál.
  2. Bætið ofan á toppunum ykkar. Eplum, hindberjum, súkkulaðiflögum og chia fræjum og dreifið sýrópi jafnt yfir skálina.

Ef þú vilt ekki nota chia fræ þá má nota þessi í staðinn:

Hemp fræ

Sólblómafræ án skeljar

Sesam fræ

Hörfræ

Verði ykkur að góðu og njótið vel!