Fara í efni

Grænn með kiwi, peru og graslauk

Þessi er örlítið öðruvísi því hann inniheldur líka radísur.
Grænn með kiwi, peru og graslauk

Þessi er örlítið öðruvísi því hann inniheldur líka radísur.

Er ekki alltaf gaman að prufa eitthvað nýtt ?

Kiwi er ríkt af C-vítamíni og fræin í kiwi innihalda omega-3 fitusýrur. Perur eru ríkar af trefjum sem við jú öll þurfum daglega.

Uppskrift er fyrir einn.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hráefni:

4 kiwi – án hýðis

1 meðalstór pera, hreinsuð og án hýðis

1 bolli af ferskum graslauk

1 bolli af ferskum radísum

1 meðal stór banani

Kókósvatn eftir smekk – má líka nota vatn

Leiðbeiningar:

  1. Setjið fyrst vökvann í blandarann og síðan mjúku ávextina.
  2. Bætið nú öllu sem er grænt saman við og blandið á háum hraða í um 30 sek.

Gott er að nota eitthvað af ávöxtum frosnum til að drykkur sé kaldur og ferskur.

Njótið vel!