Fara í efni

Grænn með kasjúhnetum og banana

Þessi dásemdar uppskrift er frábær leið til að bæta góðu fitunni í drykkinn þinn. Í kasjúhnetum er nefnilega nóg af omega-3 fitusýrum.
Grænn með kasjúhnetum og banana

Þessi dásemdar uppskrift er frábær leið til að bæta góðu fitunni í drykkinn þinn. Í kasjúhnetum er nefnilega nóg af omega-3 fitusýrum.

Engiferið er frábært fyrir meltinguna og einnig ef þú ert með flensu og gulrætur eru stútfullar af A-vítamíni og andoxunarefnum.

Drykkur er fyrir einn. Þessi er númer 21.

 

 

 

 

 

Hráefni:

1 banani án hýðis

¼ bolli af hráum kasjúhnetum – ekki nota ristaðar hnetur

¼ tsk af engifer

1 lítil gulrót

3 bollar af baby spínat

240 ML af ósætri möndlumjólk eða mjólk að eigin vali

Leiðbeiningar:

  1. Byrjaðu á því að setja vökvann í blandarann og síðan bananann og látið bandast vel.
  2. Setjið núna rest af hráefnum saman við og látið blandast mjög vel í 30 sekúndur eða lengur.

Ef þú vilt hafa drykkinn kaldann þá skaltu hafa bananann frosinn eða bæta ísmolum saman við.

Ef uppskrift er of stór þá má geyma afganginn í lokuðu íláti í ísskáp í 24 tíma.

Njótið vel!