Fara í efni

Grænn með avókadó og eplum – Eplakadó

Ef þið vitið þetta ekki nú þegar, þá munið þið ekki gleyma þessu eftir þessa lesningu.
Grænn með avókadó og eplum – Eplakadó

Ef þið vitið þetta ekki nú þegar, þá munið þið ekki gleyma þessu eftir þessa lesningu.

Avókadó eða Lárpera eins og íslendingurinn vill kalla hana er AFAR rík af Omega-3 fitusýrum og andoxunarefnum, eplin eru stútfull af trefjum og þetta er uppskrift til að losa þig við eins og einhver grömm.

Það má nota peru í staðin fyrir epli og ef þú vilt tvöfalda uppskriftina þá er í lagi að geyma rest sem ekki hefur verið drukkið í 24 tíma í lokuðu íláti í ísskáp.

Einnig má fríska upp á þennan græna með nokkrum laufum af myntu. En myntan er mjög góð fyrir magann og dregur úr uppþembu.

Uppskrift er fyrir einn. Drykkur númer 22.

Hráefni:

1 epli

½ avókadó, án steins og hýðis

2 bollar af spínat

Vatn eftir smekk eða kókósvatn

Ísmolar ef þú átt ekki frosið epli. Drykkir sem þessir eru bestir kaldir og ferskir.

Leiðbeiningar :

  1. Settu vökvann í blandarann, svo avókadó og síðan epli, blanda ávallt á milli og í restina vel og hratt í 30 sekúndur.

Njótið vel !