Fara í efni

Algjör Bomba í glasi

Grænn í glasi.
Algjör Bomba í glasi

Þessi er grænn og algjört æði fyrst á morgnana.

Hráefni:

1 lúka af spínat eða grænkáli – eða nota bara bæði

½ - 1 bolli af banana – hann má vera frosinn

1 bolli af frosnu mangó eða ananas

1-2 cm af fersku engifer

Smávegis af ferskum sítrónusafa – eða lífrænn sítrónubörkur

½ bolli af köldu vatni eða t.d möndlu- eða haframjólk

Takið allt hráefnið og setjið í blandarann.

Látið blandast mjög vel saman.

Ef þú vilt smá tilbreytingu þá má nota kanil, hörfræ eða chiafræ saman við.

Ef þú vilt örlítið sætari drykk þá má bæta smávegis af epladjús eða tveimur döðlum saman við.

Njótið vel!