Fara í efni

Drekaávaxtaskál fyllt með drekaávexti og granateplafræjum

Þessi fallegi ávöxtur gleður augað og kveikir á sköpunarorkunni.
Drekaávaxtaskál fyllt með drekaávexti og granateplafræjum

Þessi fallegi ávöxtur gleður augað og kveikir á sköpunarorkunni.


Skerið drekaávöxtinn í tvennt, takið kjötið innan úr, skerið í teninga og setjið í skál. Bætið við granateplafræjum og jarðaberjum sem er búið að skera í litla bita. Gott að setja nokkra dropa af safa úr lime yfir. Hrærið saman og setjið aftur í drekaávaxtaskálarnar. Skreytið með myntu.

Drekaávöxtur er fallegur ávöxtur, hann er trefjaríkur og í honum er lítið af hitaeiningum. Hann er bragðlítill og passar vel í ávaxtasalöt.

Drekaávöxturinn er egglaga og er um 10 cm langur. Hann er rauðbleikur með oddhvössum hnúðum. Aldinkjötið er hvítt eða bleikt með ótal litlum svörtum fræjum sem má borða og er það frekar bragðlítið. 

Drekaávöxturinn er skildur kiwi og hægt að nota á svipaðan hátt. Hann geymist í allt að 40 daga í kæli, hinsvegar verður hýðið þynnra með tímanum þar sem vatn (raki) færist úr hýðinu yfir í aldinkjötið. Einnig verður sykurinnihaldið meira með tímanum og það verður bragðminna og meira vatnsbragð verður af aldinkjötinu.

Uppskrift frá Anna Bogga Food & Good