Fara í efni

Bananabrauð með sætkartöflu ívafi

Grískur jógúrt, pekan hnetur og sætar kartöflur gera þetta brauð alveg ofsalega hollt og gott.
Bananabrauð með sætkartöflu ívafi

Grískur jógúrt, pekan hnetur og sætar kartöflur gera þetta brauð alveg ofsalega hollt og gott.

Gaman að setja smá snúning á bananabrauðið.

Þetta brauð er alveg tilvalið í nestisboxið eða til að fá sér á morgnana.

16 sneiðar ættu að koma úr þessari uppskrift.

Hráefni:

Eldunarsprey (nonstick cooking spray)

1 ½ bolli af hveiti

1 tsk af matarsóda

1 tsk af kanil

¼ tsk af salti

1/8 tsk af möluðum negul

1 bolli af rifinni sætri kartöflu

2/3 boli af stöppuðum þroskuðum banana – eru c.a 2 bananar

1 dós af grískum jógurt – fitulausum, c.a 175 ml

½ bolli af púðursykri

½ bolli af eggjum sem hafa verið hrærð og svo fryst – láta þiðna

1/3 bolli af ólífuolíu

¼ bolli af söxuðum pekan hnetum – rista þær létt á pönnu fyrst

Leiðbeiningar:

Forhitið ofninn í 180 gráður.

Spreyjið eða smyrjið brauðformið og setjið til hliðar.

Takið núna stóra skál og blandið í hana hveiti, matarsóda, kanil, salti og negul.

Gerið holu í miðjuna á hveiti blöndunni og setjið til hliðar.

Taktu meðal stóra skál og hrærðu saman sætu kartöflunum, banana, jógurt, púðursykri, eggjum og olíunni.

Helltu eggjablöndu allri í einu saman við hveitiblönduna og hrærðu vel. Við viljum enga kekki.

Blandaðu pekan hnetum saman við en gerðu það varlega.

Notaðu skeið til að setja deig í formið.

Látið bakast í 50-55 mínútur eða þar til prjónn eða það sem þú notar til að stynga í miðju brauðsins kemur upp hreint.

Til að passa að brauðið brenni ekki að ofan þá má leggja álpappír yfir þegar 15 mínútur eru eftir af bökunartíma.

Takið úr ofni og kælið og grind í 10 mínútur.

Takið brauð úr formi og látið það kólna alveg á grindinni.

Þegar brauðið er orðið kalt þá skal setja það í plastfilmu og geyma yfir nótt áður en það er skorið og borið fram.

Ps: Ekki er mælt með að nota annað sætuefni en púðursykurinn í þessa uppskrift.

Njótið vel!