Fara í efni

Banana og avókado kryddbrauð

Banana og avókado kryddbrauð

Gamla góða bananabrauðið með smá „twist“ .

Alltaf gott og einfalt þannig að auðvelt að redda sér með stuttum fyrirvara og það góða við þessa uppskrift er að það er ekkert heilagt hvað er sett í hana af grænmeti og ávöxtum, t.d rifnar gulrætur, saxaðar döðlur, apríkósur, þurrkuð kirsuber, kúrbítur bara svo eitthvað sé nefnt, einnig að leika sér með kryddin t.d rifin sítrónubörk, negull, múskat o.s.f.v.

Banana og avacado-kryddbrauð

Hráefni:

2 bollar heilhveiti

1 tsk vinsteinslyftiduft

1 tsk matarsódi

1 tsk ferskt engifer rifið (eða 1 tsk duft)

1 tsk kanilduft

Smá salt

½ bolli hunang / hlynsíróp

200 g bananar (ca. 2stk)   vel þroskaðir

1 stk avacado (vel þroskaður)

1 stk egg

Aðferð:

Blandið saman öllum þurrefnunum  í hrærivél, og síðan er hunangið og eggið sett saman við og síðast bönununum og avacadóinu bætt útí og hrært, enn reyna að hafa þetta þannig að bananinn og avacadóið sé soldið gróft.

Setjið í velsmurt form eða form klætt smjörpappír og bakað við 180°c í 40-50 mín eða þar til ekkert loðar við hníf sem er stungin í mitt brauðið.